Ægir - 01.11.1990, Síða 21
'1/90
ÆGIR
581
taeknina myndu spretta upp og
yfirbjóða gömlu fyrirtækin um
kvótakaup. Nýir gróðamöguleikar
°g hagræðing í sjávarútvegi, sem
^argir geta leikið eftir, leiðir
þannig ekki til viðvarandi hagnað-
ar/ heldur fyrst til fiskverðshækk-
"nar og síðan einungis til hækk-
nnar á verði kvótans.
útgerðin græða?
Fyrst öll hagræðing í sjávarút-
Vegi brýst fram í hækkuðu kvóta-
verði, er spurningin ekki hvort lagt
verður á veiðigjald, heldur ein-
ungis hver fær það, fámennur
hópur kvótaeigenda eða almenn-
'ngur í landinu. Það er augljóst að
nienn sem vilja hefja útgerð,
verða annað hvort að leigja kvóta
a hverju ári og greiða þannig
veiðigjald, ellegar kaupa varan-
'egan kvóta. Þeir slá þá lán fyrir
varanlega kvótanum, og greiða
sinn auðlindaskatt til útgerðarerf-
'ngjanna sem vexti og afborganir.
Nú má enginn skilja það svo að
ntér finnist útgerðarmenn eða
afvinnurekendur 'yfirleitt eitthvað
verri en annað fólk. Og ég hef svo
sannarlega ekki á móti því að
utgerðarmenn græði, því það er
Þjóðinni fyrir bestu að duglegir
nienn græði á vinnu sinni og fram-
taki. En hvers framtak er það,
Þegar fúnar bátskeljar seljast nú á
uPpsprengdu verði? Það er einskis
nanns framtak nema ef telja mætti
aratuga skrif Bjarna Braga Jóns-
sonar og Gylfa Þ. Gíslasonar,
ehegar áróðursstarf Halldórs
Asgrímssonar og Kristjáns Ragn-
arssonar upp úr 1983. Það er
a^veg augljóst að ef útgerðin fær
kvótann afgjaldslaust til eignar um
aha framtíð, þá fá menn í hend-
urnar verðmæti sem þeir þurfa
ekkert fyrir að hafa. Án þess ég
telji mig hafa neitt einkaleyfi á
eéttlaeti og siðgæði, þá finnst mér
aiger óþarfi og ofrausn af almenn-
'ngi í landinu að taka ekki jafnan
hluta af svo fyrirhafnarlausum
gróða.
Ég hef reynt að gera mér í
hugarlund hve mikið sparast við
þær breytingar sem reikna má að
verði í útgerð og vinnslu vegna
kvótans og frjálsara fiskverðs. Ég
geri mér engar grillur um ná-
kvæmnina í útreikningunum, en
mér er ekki kunnugt um að aðrir
hafi gert betur. Niðurstöðurnar
gefur að líta í meðfylgjandi töflu.
Það er vert að taka strax fram,
að sparnarðarhlutföll eru valin af
geðþótta og sá kostnaður sem
lagður er til grundvallar er heildar-
kostnaður veiða og vinnslu. Ég
hygg að þriðjungs samdráttur
skipastóls sé nokkurn veginn í takt
við þær hugmyndir sem menn
gera sér um hagkvæmustu flota-
stærð, og mér finnst sennilegt að
hagræðingarmöguleikar í vinnsl-
unni séu jafnmiklir eða meiri. Það
kann að virðast vafasamt að reikna
með 20% launasparnaði í útgerð,
þar sem skipverjar eru ráðnir upp
á hlut. Því er til að svara að ég hef
enga trú á að skiptaprósentan
verði óbreytt hvort sem eignaréttur
útgerðarinnar á kvótanum verður
festur í sessi eða lagt verður á
veiðigjald til almannasjóða. Ég
ræði það aðeins nánar hér á eftir.
Hagræðingin sem hér er lýst er
ekki smá eða lítils virði. Innlendur
kostnaður lækkar um svo sem 9
milljarða á ári og erlendur um 6
milljarða. Jafnvel þótt tölurnar
væru svo sem þriðjungi lægri,
væru þar samt háar. Tölur um
kvótaverð sem þessi hagræðing
gæti staðið undir fylgja með.
Hagræðing og samsvarandi
gróði mun að vísu ekki sjást í bók-
færðri afkomu fyrirtækjanna
meðan verið er að afskrifa verð-
lausan og allt of stóran flota. Skag-
strendingur og Samherji munu
sjálfsagt sýna bókhaldslegt tap
vegna smábátanna sem þeir eru
að kaupa og afskrifa, þótt þeir
stæðu vitaskuld ekki í kaupunum
ef þau væru ekki í rauninni gróða-
vegur. Hins vegar er hætt við að
ýmsir sem eiga bát og kvóta, haldi
áfram útgerð þangað til kemur að
endurnýjun, jafnvel þótt hag-
kvæmara væri að selja kvótann og
leggja skipinu; jafnvel þótt rekst-
Crunn- Þaraf Erlent Sparnað- Heildar- Erlendur
tölur erlent hlutfall arhlutf. sparn- sparn-
% % aður aður
Útflutningstekjur 40.322
Útgjöld:
Laun, hluturo.þ.h. 17.018 0 0,0 20 3.404
Olía 2.164 1.731 80,0 20 433 346
Veiðarfæri 1.511 1.057 70,0 20 302 211
Annar kostnaður 13.601 6.801 50,0 20 2.720 1.360
6% raunv. af skuldum 2.825 2.260 80,0 33 932 597
Afskriftir 4.257 3.406 80,0 33 1.405 1.124
Samtals 41.377 15.255 36,9 22 9.196 3.638
Samt. ágengi 1990 66.153 24.390 14.703 5.817
Kvótaleiga m.v. 600 þúsund tonn (gengi 1990) 24,50 kr./kg
(sparnaður / 600 m. kg)
Staðvirði m.v. vexti 7,5% 196.034 m.kr.
Varanlegt kvótaverð 327 kr./kg
(staðvirði /600 m kg)
Afar lauslegar hugmyndir um líklegan sparnað í útgerð og fiskvinnslu
miðað við gefnar sparnaðarforsendur. Byggt er á tölum frá 1987. Fjár-
hæðir í milljónum króna.