Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1990, Side 25

Ægir - 01.11.1990, Side 25
'1/90 ÆGIR 585 rúmum aldarþriðjungi síðar voru umsvif hans, og síðar sona hans, 0r&in slík í sjávarútvegi, fisk- v'nnslu o.fl. að þess eru engin dæmi hér á síðari tímum. Kveld- úlfur var með fiskverkun og fisk- breiðslu víða í Reykjavík og næsta "ágrenni s.s. á Eiðisgranda (1910- 1920), við Sjómannaskólann, í Haga og á Seltjarnarnesi. Síldar- bræðslur voru á Hesteyri og Hjalt- eyri. Kveldúlfshúsin við Skúlagötu eru nú horfin. Þau urðu að víkja Vir endurskipulagi byggðar í ^kuggahverfi. Ekki mun það hafa verið létt verk fyrir niðurrifsmenn Þeirra húsa að framkvæma það verk, því burðarveggir húsanna munu hafa verið styrktir með strekktum stálvírum. Verka Thors Jensens sér þó enn stað. Heimili hans, Fríkirkjuvegur stendur enn. Einnig Korpúlfs- staðir og húsið að Lágafelli í Mos- fellssveit, en þar bjó hann síðustu ®viársín. Þessar fallegu byggingar eru góður minnisvarði um þennan ntikla framkvæmda- og hugsjóna- mann, sem lét sig ekki muna um það að opna mötuneyti tyrir Reyk- víkinga í spönsku veikinni árið 1918. Þar gátu allir sem vildu fengið ókeypis máltíðir dögum saman, eða svo lengi sem þörfin var brýn. Thor Jensen lést að Lága- felli þann 12. september árið 1947, 83 ára að aldri. Meðal barna hans voru Ólafur Thors síðar forsætisráðherra, Thor sendi- herra, Richard og Kjartan, báðir framkvæmdastjórar hjá SÍF um árabil og Haukur framkvæmda- stjóri Kveldúlfs i áratugi. Fiskverkunin Sjávarborg var rekin um árabil af Edinborgar- verslun í húsi er „Hvítárvallabar- óninn" Bollieau byggði á sínum tíma sem fjós við neðanverðan Barónsstíg. Aldrei kom þó til þess að þar stæðu kýr í básum. Ævi Bollieau lauk nokkrum árum síðar á dapurlegan hátt í jarnbrautarlest suður í Evrópu. Sjávarborg gerði út fjölda þilskipa á sínum tíma. Árið 1912 voru þau níu talsins. Var afli þeirra verkaður hjá félag- inu og ennfremur afli annarra skipa, innlendra og erlendra. Einar Finnbogason, fyrsti skipaði yfirfiskmatsmaðurinn (1910) á Norðurlandi, síðar verkstjóri og fiskmatsmaður hjá Milljónafélag- inu í Viðey, var verkstjóri hjá Sjáv- arborg um tíma, en lengst af síðar var þar verkstjóri Þórður Guð- mundsson kenndur við Hól. Breskur maður, Clifford Hobbs hafði íiskverkun um tíma (um 1915) í og við Sjávarborg. Keypti hann einkum fisk af norskum og hollenskum línuveiðurum. Salt- t’iskinn „ragaði" hann sjálfur og þótti farast það verk vel úr hendi. Hjá Edinborgarverslun vann um sl. aldamót við fiskverkun kona að nat’ni Guðríður Þórðardóttir. Fram kemur í æviminningum Sigur- björns heitins Þorkelssonar kaup- manns „Himneskt er að lifa" (2.b.) að hann hafi á yngri árum iðkað einhverskonar lyftingar. Sigur- björn var góður íþróttamaður á sinni tíð og var einn af stoínendum Iþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Náði hann t.d. að lyfta 150 kg með annarri hendi og sömu þyngd lyíti hann með hálsinum. Með tönnunum lyt’ti hann 100 kg. 'i'kverkuruirhús Kveldúlfs að Kveldúlfshöldn viö Skúhgötu um 1915. A myndinni má sjá (ernskonar flutningstæki: hand- körur, hjólbörur, handvagna og þaö nýjasta á þessum tíma - btl. Úr Ijósmyndasafni Thors jensen, (TH.j.)

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.