Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1990, Side 26

Ægir - 01.11.1990, Side 26
586 ÆGIR 11/90 smiðju við Skúlagötu er þar var áður til húsa. Þar var síðar máln- ingarverksmiðjan Harpa hf. með starfsemi sína um áratuga skeið. Húsin voru brotin niður 1988- 1989. Verkstjóri í fiskverkun Iðunnar var lengst af Bjarni Árna- son er áður hafði verið verkstjóri í saltfiskverkun Kveldúlfs við Vatns- geyminn. Kveldúlfur mun hafa haft einhverja fiskverkunarað- stöðu í og við Iðunnarhúsið um tíma. Fiskþurrkunarhús í Reykjavík 1925-30. (Kirkjusandur?) Ljósm. óþekktur. Við Mjölnisveg (nú Skúlatún) ' húsi er liggur miðsvæðis við götuna austanverða og hefur um langt skeið verið eitt húsa véla- miðstöðvar Reykjavíkurborgar, var um skeið rekin fiskverkunin Njörður hf. (Njarðarstöðin). Félagið gerði út togarana Njörð og Draupni. Skúli Thorarensen frá Kirkjubæ á Rangárvöllum var framkvæmdastjóri félagsins. Hann varð síðar um skeið umsvifa- mestur þeirra er fyrstir hófu skreið- arverkun að nýju hér á landi að frumkvæði Fiskimálanefndar árið 1935. Fiskverkunin Otur, iðulega kölluð „Mjölnisstöðin" eftir grjót- verksmiðju er þar var áður starf- rækt, var rekin um árabil á svæði vestan við og næst húsi Mjólkur- samsölunnar innarlega við Lauga- veg. Félagið gerði út togarann Otur. Ágústa Hróbjartsdóttir (f- a Eyrabakka árið 1909) er starfaði fyrrum í Oturstöðinni, lýsir erfiðri vinnu fiskverkunarkvenna a þessum árum í 75 ára afmaelis' blaði Verkakvennafélagsins Fram- sóknar (1989). „Ég vann lengi í fiskverkunar- stöð sem hét Otur og var til húsa ofarlega við Laugaveginn. Ég er í fiskvinnunni á árunum 1933— 1936 og um tíma unnum við Guðný Árnadóttir saman þarna- Þessa stöð áttu þeir Halldór í Há- Guðríður sem fyrr er getið og var frænka hans, lyfti 50 kg með litla fingri! Það lék Sigurbjörn ekki eftir. Ástæðulaust er að rengja þessa frásögn, því sterkir menn IJúga ógjarnan upp á sig ósigrum og allra síst að gamlar frænkur hafi borið þá ofurliði í kraftatökum. Fiskverkun í Sjávarborg mun hafa lokið um 1930. Rafmagns- veita Reykjavíkur hefur lengst af síðan haft þar birgðageymslu. Fiskverkunin Iðunn var rekin um nokkurt skeið i og við hús samnefndrar klæða- og ullarverk- Ur portinu milli aðalbygginga Kveldúlfs við Skúlagötu 1915-16. Tengiálman lá milli efri hæða húsanna. Þar gátu fiskflutningabílar ekið á milli. Ljósm./TH.j.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.