Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 27
'1/90 ÆGIR 587 te'gi og Bjarni, sem kallaður var Slikk. Vinnutíminn var frá klukkan sJö á morgnana og framúr, eftir því hvað mikið var að gera. Húsa- ^ynni voru ekki beysin, þetta var sl<úr úr járni og við sáum alls staðar út um götin á veggjunum. í öðrum enda hússins var fiskurinn ^eyrður inn fyrir stúlkurnar í vask- lnu og út í hinum endanum. Þarna stóðum við dag eftir dag í eilífum Segnumtrekki. Við vaskið vorum við í stökkum en með handleggina ðera upp undir axlir og með ullar- vettlinga á höndunum. I þessari stöð var vatninu alltaf ðellt niður á kvöldin og því var enginn klaki í því á morgnana þegar við mættum. Sums staðar var vatninu ekki hellt niður og þá burftu stúlkurnar að byrja vinnuna ð því að berja sig í gegnum klakann. Við vöskuðum á stóru bretti og ef mjög kalt var í veðri fraus allt á ðví meðan við vorum í kaffi. Besta aðferðin við að ná áhöldunum úr klakanum var að berja burstann fyrst upp og nota hann síðan við að ná hnífnum. Vatnið rann iðu- lega niður eftir svuntunum okkar og í miklum kuldum urðum við allar klambraðar af frosti. Vinnan í saltfiskverkuninni var árstíðabundin og þegar vel viðraði var fiskurinn breiddur úti og sól- þurrkaður. Þegar tók að vora var fiskurinn keyrður út á reitina og við sendar út til að breiða. Fyrstu tvo tímana á morgnana vorum við í vaskinu en uppúr níu kallaði verkstjórinn: „Jæja stúlkur, nú farið þið út á reit." Á reitnum vorum við fram yfir hádegi en síðan vorum við sendar inn aftur í körin. Það var heilt víti að fara aftur með hend- urnar ofan í ískalt vatnið og nagla- kulið var hræðilegt meðan hend- urnar voru að dofna að nýju. Rúmlega fimm fórum við aftur út í reitina til að taka saman og vorum stundum að til klukkan tíu á kvöldin. Þegar vinnudeginum í fiskinum var lokið fór ég að skúra í Austurbækjarskólanum tvær skólastofur og fyrir það fékk ég fimmtíu krónur á mánuði." Eftir að fiskverkun Oturs lauk í stöðinni var þar til húsa í áratugi timburverslun Árna Jónssonar. Gömlu fiskverkunarhúsin stóðu þar til fyrir nokkrum árum að allar byggingar á svæðinu voru rifnar. Þar standa nú stórhýsi. Ekki var þessi lýsing á vinnuað- stöðunni í „Oturstöðinni" neitt einsdæmi. Hún mun hafa verið þessu lík á fleiri stöðum. í „Fiskstöðvablaðinu" sem gefið var út af „Samfylkingarliði fisk- vinnslukvenna" (1. tbl., 9. apríl 1934), ábm. D. Á., (skammstöf- unin hefur væntanlega komið til af ótta ábm. við atvinnumissi), er grein er ber yfirskriftina; „Hunda- aðbúnaður fiskverkunarkvenna". Þar segir: uyggingar Kveldúlfs við Skúlagötu um 1930. Austan við húsin eru fiskbreiðslureitirnir. Ljósm. óþekktur („Reykjavík, Sögu- staðir við Sund", Páll Líndal).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.