Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Síða 27

Ægir - 01.11.1990, Síða 27
'1/90 ÆGIR 587 te'gi og Bjarni, sem kallaður var Slikk. Vinnutíminn var frá klukkan sJö á morgnana og framúr, eftir því hvað mikið var að gera. Húsa- ^ynni voru ekki beysin, þetta var sl<úr úr járni og við sáum alls staðar út um götin á veggjunum. í öðrum enda hússins var fiskurinn ^eyrður inn fyrir stúlkurnar í vask- lnu og út í hinum endanum. Þarna stóðum við dag eftir dag í eilífum Segnumtrekki. Við vaskið vorum við í stökkum en með handleggina ðera upp undir axlir og með ullar- vettlinga á höndunum. I þessari stöð var vatninu alltaf ðellt niður á kvöldin og því var enginn klaki í því á morgnana þegar við mættum. Sums staðar var vatninu ekki hellt niður og þá burftu stúlkurnar að byrja vinnuna ð því að berja sig í gegnum klakann. Við vöskuðum á stóru bretti og ef mjög kalt var í veðri fraus allt á ðví meðan við vorum í kaffi. Besta aðferðin við að ná áhöldunum úr klakanum var að berja burstann fyrst upp og nota hann síðan við að ná hnífnum. Vatnið rann iðu- lega niður eftir svuntunum okkar og í miklum kuldum urðum við allar klambraðar af frosti. Vinnan í saltfiskverkuninni var árstíðabundin og þegar vel viðraði var fiskurinn breiddur úti og sól- þurrkaður. Þegar tók að vora var fiskurinn keyrður út á reitina og við sendar út til að breiða. Fyrstu tvo tímana á morgnana vorum við í vaskinu en uppúr níu kallaði verkstjórinn: „Jæja stúlkur, nú farið þið út á reit." Á reitnum vorum við fram yfir hádegi en síðan vorum við sendar inn aftur í körin. Það var heilt víti að fara aftur með hend- urnar ofan í ískalt vatnið og nagla- kulið var hræðilegt meðan hend- urnar voru að dofna að nýju. Rúmlega fimm fórum við aftur út í reitina til að taka saman og vorum stundum að til klukkan tíu á kvöldin. Þegar vinnudeginum í fiskinum var lokið fór ég að skúra í Austurbækjarskólanum tvær skólastofur og fyrir það fékk ég fimmtíu krónur á mánuði." Eftir að fiskverkun Oturs lauk í stöðinni var þar til húsa í áratugi timburverslun Árna Jónssonar. Gömlu fiskverkunarhúsin stóðu þar til fyrir nokkrum árum að allar byggingar á svæðinu voru rifnar. Þar standa nú stórhýsi. Ekki var þessi lýsing á vinnuað- stöðunni í „Oturstöðinni" neitt einsdæmi. Hún mun hafa verið þessu lík á fleiri stöðum. í „Fiskstöðvablaðinu" sem gefið var út af „Samfylkingarliði fisk- vinnslukvenna" (1. tbl., 9. apríl 1934), ábm. D. Á., (skammstöf- unin hefur væntanlega komið til af ótta ábm. við atvinnumissi), er grein er ber yfirskriftina; „Hunda- aðbúnaður fiskverkunarkvenna". Þar segir: uyggingar Kveldúlfs við Skúlagötu um 1930. Austan við húsin eru fiskbreiðslureitirnir. Ljósm. óþekktur („Reykjavík, Sögu- staðir við Sund", Páll Líndal).

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.