Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Síða 29

Ægir - 01.11.1990, Síða 29
11/90 ÆGIR 589 UPP það ólán? Þykjast þeir ekki hafa gert nóg, að hafa »skaffað okkur atvinnu?« Þeim mun finnast það skylda okkar, að hafa skapað beim auð og allsnægtir, þó við uPpskerum heilsuleysi og þrælk- Ur>, við þau hundakjör, sem við verðum að lifa við frá þeirra hálfu. Það er líka gaman að taka dæmi um hugsunarhátt þessara »vinnu- veitenda«. Einn dag í vikunni kemur maður til að borga út vinnulaunin. Hann stendur ekki við lengur en það tekur, að greiða út launin. En hvað skeður? Einhver at verkastúlkunum þarf að fara úr vinnunni til þess að hita upp her- bergið, sem hann er í þessa stund, Svo ekki slái að blessuðum mann- inum! Berið þetta nú saman við okkar >>upphitun« þó lítið sé. Það sýnir ionrætið og hugulsemina gagnvart okkur verkakonunum í »Dverg«. Ég fer nú að slá botninn í þetta. hað ætti að vera nóg til að sýna sPegilmynd af þeirri meðferð, sem >>vaskastúlkur« verða að sæta af húsbændum sínum. Það er okkur vinnustúlkunum skömm, að líða þetta ástand. Við verðum allar að leggjast á eitt að þessu fyrirkomu- úgi verði strax breytt, því það gildir heilsu okkar og líf. » Vaskakona« Það hefur ekki verið neitt sæld- arlíf að vera fiskverkunarkona á Þessum árum. Sem betur fer er sú v'mnuaðstaða og þrældómur sem þarna er lýst liðin tíð. Útgerðar- og fiskverkunarfé- lagið „Ari fróði" sem gerði út togarann Ara byggði fiskverkunar- hús efst við Háteigsveg þar sem nú stendur kirkja Óháða safnaðarins. Stöðin gekk jafnan undir nafninu "Arastöðin". Stakkstæðin sem voru við Sjómannaskólann og ^atnsgeyminn voru reist í atvinnu- hótavinnu á kreppuárunum. Kveldúlfur hf. tók síðar við rekstri þessarar stöðvar. Fiskverkunar- húsin voru rifin um 1960 þegar byggingarframkvæmdir hófust vegna kirkjubyggingar safnaðar- ins. Fyrirtækið „Defensor" var stofnað árið 1915. Það rak tölu- vert umfangsmikla útgerð og fisk- verkun sem fór fram í húsum sem það byggði neðan Borgartúns, skammt austan við Höfða. Stofn- endur og helstu eigendur voru þeir Matthías Þórðarson frá Móum, sá er fyrstur gaf út tímaritið „Ægi" árið 1905, síðar málgagn Fiskifé- lags íslands, merkur rithöfundur (m.a. „Síldarsaga íslands",) og Magnús Magnússon fyrrverandi skipstjóri. Sá síðarnefndi varfram- kvæmdastjóri félagsins. Nafngiftin „Defensor" átti sér skýringu. Franskur barkur er bar þetta heiti hafði legið við festar um nokkurt skeið undan Rauðarárvíkinni og verið notaður sem kolageymsla. í ofsaveðri árið 1911 sleit hann upp og rak á land í fjöruna undan Rauðará, þar sem lengi var Skúla- torg. Matthías frá Móum og félagar keyptu skrokkinn á strandstað og þar var hann rifinn. Efnið úr honum notuðu þeir til þess að reisa fiskverkunarhús fyrir- tækisins svo og bryggju fyrir neðan Borgartún. Fiskverkunar- húsið stendur enn, en bryggjan er Kveidúlfur hafði eigin fiskflutningaskip í förum milli landa. Hér liggur „Muninn" á lognkyrru kvöldi á ytri-höfninni undan húsum félagsins við Skúlagötu. Ljósm./ TH.J. Fiskverkunarhús Iðunnar við Skúlagötu 1910-14 (sfðar Málningarverksmiðjan Harpa).

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.