Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1990, Qupperneq 35

Ægir - 01.11.1990, Qupperneq 35
11/90 ÆGIR 595 Útskipun á saitfiski hjá „Milljónafélaginu" í Viöey um 1915. Ljósm./TH.J. væru ekki fyrsta flokks söngmenn, en fullyrða má, að söngstjórinn var fyrsta flokks söngstjóri á sinni tíð. Þegar við komum úr fyrstu för á Stíganda, fór ég af honum vegna veikinda." Helgi dvaldist vestanhafs árin 1902-1914. Hugðist hann setjast bar að en festi ekki yndi og hvarf heim að nýju. Vestanhafs nam hann tónfræði, einnig „harm- °nium- og orgelsmíð". Kona hans Guðrún Sigurðardóttir (Arasonar) var frá Þerney. Mun það væntan- lega hafa ráðið nokkru .um stað- setningu fiskverkunar og umsvifa hans þar úti, ásamt því að í eyj- nnni hagar vel til fiskþurrkunar frá náttúrunnar hendi. Uppi af miðri víkinni á austanverðri eyjunni stóðu Þerneyjarhúsin. Fyrir neðan þau voru gerð stakkstæði og lítil steinbryggja var þar í fjörunni. Heppilegast þótti að leggjast þar að á hálfföllnum sjó. Geir Zöega átti Þerney að hálfu um sl. alda- tnót. Þar stundaði hann heyskap fyrir kýr sem hann átti í landi. Árið 1925 keypti Guðmundur Jónsson togaraskipstjóri á Reykjum í Mos- fellssveit (faðir Jón: M. hreppstjóra °g kjúklingabónda) eyjuna. Hana loun hann hafa átt í um tvo ára- tugi. Af honum keyptu þeir Hjálm- týr Pétursson kaupmaður (Versl. Honni á Vesturgötu) og Sigurður Jónasson forstjóri ÁTVR, er síðar 8af ríkinu Bessastaði. Af þeim fólögum mun Samband ísl. sam- vinnufélaga hafa keypt eyjuna og af því síðan Reykjavíkurborg sem er núverandi eigandi. Byggð utun hafa lagst af í Þerney laust upp úr 1930. Engey Saltfiskverkun mun aldrei hafa verið umtalsverð í Engey. Þaðan réru þó heimamenn ávallt af kappi til fiskjar. Mikið orð fór af þeim Engeyjarmönnum: Pétri Guð- ^undssyni, sonum hans Guð- mundi og Jóni svo og tengdasyni Péturs, Kristni Magnússyni (d. 1893) fyrir bátasmíðar. Fyrir segla- búnað og byggingarlag skipa þeirra „Engeyjarlagið" urðu þeir landsfrægir. Áratugir eru síðan eyjan fór í eyði. Celdinganes Norðmaðurinn Ottó Wathne sem síðar varð umsvifamikil athafnamaður á sviði útgerðar, fiskvinnslu o.fl. á Seyðisfirði, mun ásamt íslenskum aðilum hafa haft uppi áform um rekstur fisk- verkunar (a.m.k. síld og lax) í Geldinganesi. Einhverjar fram- kvæmdir munu hafa verið þar á Nesinu 1882-84 en rekstur fisk- verkunarinnar mun hafa lagst af fljótlega. Hús sem þar voru reist voru þá tekin niður og flutt til Fá- skrúðsfjarðar. Álftanes Útgerð og fiskverkun var tölu- verð á Álftanesi á sl. öld og þar voru margir gildir útvegsbændur. Álftnesingar munu hafa stofnað vöruvöndunarsamtök upp úr miðri sl. öld. Meðal markmiða þeirra samtaka var bætt meðferð og verkun sjófangs. Stórt fiskhús stóð fyrrum á eyrinni við Seyluna í landi Breiðabólstaða, norðan Bessastaða. í „Sjósókn", ævi- minningum Erlends Björnssonar á Breiðabólsstöðum (útg. 1945) segir svo um þetta hús: „Skal nú lýst stóru sjávarheimili eins og það var á vetrarvertíð, og nefni ég þá heimili Erlends Er- lendssonar, hreppstjóra á Breiða- bólsstöðum, sem bjó á móti móður minni. Hann bjó í stóru steinhúsi, sem hann byggði árið 1884. Það er fjórtán álnir á lengd, en níu álnir á breidd með kjallara og portbyggt. Á vertíðum voru fjörutíu manns í húsi þessu. Húsið var byggt úr klofnu og höggnu grjóti, sem tekið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.