Ægir - 01.11.1990, Qupperneq 50
610
ÆGIR
11/90
miklum afla af því þeir þora ekki
að sleppa sér frá landinu. í sumar
fórst fyrir vestan þilskip með 7 eða
8 manns einungis sökum þess, að
enginn „Navigateur" var á skipinu
og þannig eru mörg dæmi."
Á Vestfjörðum, í kjördæmi Jóns
forseta, var sjómannamenntunin í
bestu lagi og þar var fyrsti reglu-
legi sjómannaskólinn starfræktur
frá 1852 til 1856 undir stjórn Torfa
Halldórssonar, síðar á Flateyri við
Önundarfjörð. En það var jafn-
framt mjög eftirtektarvert að þar
vestra var mestur þróttur í útgerð
þilskipa og verslun; t.d. keypti
Ásgeirsverslun á ísafirði árið 1894
fyrsta stóra millilandaskipið, sem
var í eigu íslendinga, Ásgeir
Ásgeirsson, sem var 900 lesta skip
í förum milli ísafjarðar og Evrópu.
Skipið sigldi með saltfisk Vestfirð-
inga til Spánar og kom til baka
hlaðið vörum frá Kaupmanna-
höfn. í beinu framhaldi af stofnun
Stýrimannaskólans í Reykjavík
efldist mjög sjávarútvegur og sigl-
ingar í höfuðborg landsins og um
allt land; má hér minna á, að fyrsti
togarinn, sem var sérstaklega
smíðaður fyrir íslendinga, Jón for-
seti, kom til landsins árið 1907 og
árið 1914 var Eimskipafélag
íslands stofnað. Forsenda þessarar
miklu atvinnubyltingar var vel
menntuð sjómannastétt, skip-
stjórnar- og vélstjórnarmenn, sem
kunnu að beita nýrri tækni við
fiskveiðar og siglingar. Ef fjöldi
nemenda er borinn saman við
sveiflur í þjóðarhagsögu fer það
saman að aukin aðsókn að skól-
anum speglar betri afkomu sjáv-
arútvegsins og þjóðarheildarinnar.
Aðsókn í Stýrimannaskólann er nú
betri en undanfarin ár.
Hinn 1. september höfðu 155
nemendur sótt um skólavist; 133
mættu til leiks og skiptast þannig
milli stiga:
1. stig 73 nemendur
2. stig 52 nemendur
3. stig_____8 nemendur ________
Samtals 133 nemendur
Við skólann starfa nú auk skóla-
meistara 13 fastir kennarar og 5
stundakennarar.
Hið nýja kennslutæki, sigling^'
samlíkirinn, sem StýrimannaskoF
inn fékk á s.l. vetri, hefur valdio
byltingu í tækjakennslu, en skol-
ann vantar enn fiskveiðisamlíki ti
að vera með sambærileg taeki og
stýrimannaskólar í nágranna-
löndunum.
í lok skólasetningarræðu vitnað'
skólameistari í ræðu Hallgn111^
Sveinssonar biskups, sem hann
flutti við fyrstu skólasetningu 1-
október 1891, en biskupinn lagöi
út af latnesks orðtakinu; „Auður er
afl framkvæmda", og „Mennt er
máttur"
Skólameistri sagði: „Nú eins og
fyrrum vantar oss auð og þekk-
ingu. Góðir og vel útbúnir skólar
aðlagaðir þörfum þjóðarinnar,
Útgerðarmenn og skipstjórar
Dráttarbraut fyrir allt að 450 þungatonn.
Pantið pláss tímanlega.
Botnhreinsun og málun.
Öll almenn viöhaldsvinna ásamt smíöi yfirbygginga og innréttinga.
Leitiö upplýsinga og tilboða.
Skipasmíðastöðin Dröfn h/f
Strandgata 75, 220 Hafnarfiröi. Símar: 50393 - 50483