Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1990, Page 56

Ægir - 01.11.1990, Page 56
616 ÆGIR 11/90 Fiskilestar (frystilestar): Lestarými undir neðra þilfari er skipt í tvær lestar, þ.e. fremri lest (125 m3) og aftari lest (166 m3). Báðar lestar eru gerðar fyrir geymslu á frystum afurðum, og eru einangraðar með 200 mm polyurethan og klæddar með vatnsþéttum krossviði og kældar með kæliþlásurum. I fremri lest er lyfta sem flytur frystar afurðir frá vinnuþilfari. Ein lestarlúga er að hvorri lest og á efra þilfari eru samsvarandi losunarlúgur, upp af lúgum á neðra þil- fari. Fyrir affermingu er losunarkrani. Vindubúnaður, losunarbúnaður: Vindubúnaður er vökvaknúinn (lágþrýstikerfi) frá A/S Hydraulik Brattvaag og er um að ræða línuvindu og akkerisvindu. Línuvinda er fremst s.b.- megin á vinnuþilfari, gegnt dráttarlúgu. Vindan er af gerð CM2202-BR, togátak 5 tonn. S.b.- megin við fremri losunarlúgu er losunarkrani frá HMF af gerð M 111K2, lyftigeta 11 tm. Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið Teppi og dreglar til skipa ávallt fyrirliggjandi GÚMMÍBÁTA ÞJÓNUSTAN Eyjaslóð 9 Örfirisey Sími: 14010 Úr brú skipsins. Ljósmynd: Tæknideild /JS. Á efra þilfari, í stigahúsi, er akkerisvinda af gerð B3, búin tveimur keðjuskífum og koppi. Rafeindatæki, tæki í brú o.fi: Ratsjá: Furuno, FR 810 DA , 72 sml. ratsjá með dagsbirtuskjá Ratsjá: Furuno, FR 805 DA, 48 sml. ratsjá með dagsbirtuskjá Seguláttaviti: J.C. Krohn & Sons Gyróáttaviti: Sperry SR-130 Sjálfstýring: Robertson AP9 Vegmælir: JRC, JLN 203 Miðunarstöð: Furuno, FD 171 Miðunarstöð: Taiyo, TD-L1100 Örbylgjumiðunarstöð: Furuno, FD 525 Loran: Tveir Furuno LC-90 Leiðariti: Furuno, GD 200, meðCD 141 litmyndskja og MT 100 segulbandi Gervitunglamóttakari: Furuno, FSN 70 Dýptarmælir: Furuno, FE 881 MKII (pappírsmælir) Dýptarmælir: Furuno, FCV 201 (litamælir) Talstöð: Skanti, TRP 8250, 250 W SSB mið- og stuttby Igjustöð Örbylgjustöð: Sailor RT 2047, 55 rása (duplex) Örbylgjustöð: Skanti TRP 2500, 55 rása (simplex) Veðurkortamóttakari: Furuno, FAX 108 Sjávarhitamælir: Furuno, TI-11D Auk framangreindra tækja má nefna Vingtor kall kerfi, Sailor R2022 aukamóttakara og Skanti R60- vörð. Þá er í skipinu olíurennslismælir frá WiH11113 llskov og sjónvarpstækjabúnaður frá Elbex m þremur tökuvélum og skjá í brú. Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna Zofl slöngubát, tvo 16 manna Viking gúmmíbjörgunar báta, flotgalla og reykköfunartæki.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.