Ægir - 01.06.1992, Side 20
300
ÆGIR
6/92
þorskafli mestu og leiddi þetta til
þess aö veiðarnar urðu óhag-
kvæmari en áður. Sú staðreynd
að veiðiferðirnar styttust sýnir á
hinn bóginn að skipin voru orðin
fljótari í förum og fullkomnari,
gátu m.a. verið að veiðum í verri
veðrum en áður.
IV
Hér hafa verið rakin nokkur
meginatriði í veiðisögu þýskra
togara á íslandsmióum fyrir síðari
heimsstyrjöld. Fram til þessa hef-
ur þessari sögu lítt verið sinnt af
íslenskum fræðimönnum og er
þar mikill akur óplægður. Veiðar
þýskra togara hér við land hófust
fyrir alvöru skömmu fyrir síðustu
aldamót. Frá 1903 jókst sóknin
stöðugt, en féll niður á árum fyrri
heimsstyrjaldar. Að styrjöldinni
lokinni hófust veiðarnar á ný af
auknum krafti og urðu brátt miklu
meiri en þær höfðu verið fyrir
stríð. Fram til 1930 jókst afli Þjóð-
verja hér við land ár frá ári, en
minnkaði síðan nokkuð á 4ða
áratugnum. Var reynsla Þjóðverja
í því efni hin sama og annarra
þjóða er hingað sóttu á þessum
tíma, en augljóst virðist aó þá hafi
ýmsir helstu fiskistofnarnir verið
teknir að gefa sig vegna ofveiði.
Fróðlegt er að bera saman veið-
ar Breta og Þjóðverja hér við land
á þessum árum og kemur þá í Ijós
að eini verulegi munurinn var sá
að Bretar veiddu meira at’ flatfiski,
Þjóðverjar af ufsa og karfa. Sam-
anlagt veiddu þessar tvær þjóðir
bróðurpartinn af öllum afla út-
lendinga hér við land og flest árin
var afli þeirra mun meiri en afli
íslendinga sjálfra.
Tilvísanir:
1. Þjóðólfur 27. tbl. XLI árg., 1889.
2. Jónas Jóassen í þingræðu, shr.
Heimir Þorleifsson (1974): Saga |S'
lenzkrar togaraútgerðar til 1917.
3. Ásgeir Cuðmundsson (1983): Saga
Hafnarfjarðar I, 253.
4. Sama heimild, 255-257.
5. Um afla Breta hér við land á þess'
um árum, sjá: Jón Þ. Þór (19831-
Breskir togarar og íslandsmið 1889'
1916, 167 (tafla I).
6. Sama heimild, s.st.
7. Jahresberichte fur das deutsche FiS'
heri 1924, 25-26.
8. Sbr. Bulletin Statistique 1930-1938-
9. Jahresberichte fúr das deutsche
Fischerei 1924, 25.
10. Jahresbericht fúr das deutsche
Fischerei 1937.
11. Jahresberichte fúr das deutsche
Fischerei 1924-1927._________________
Höfundur er sagnfræðingur.
ÚTGERÐARMENN ATH!
Tökum að okkur allt almennt viðhald veiðarfæra.
Eigum á lager flestar gerðir af vírum og keðjum.
Auk annars efnis sem þú þarfnast til veiðanna.
Viðgerðarþjónusta.
Netagerð Höfða hf.
v' Húsavík, sími 96-41999.