Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1992, Page 54

Ægir - 01.06.1992, Page 54
334 ÆGIR 6/92 Rúna RE 150 29. júlí á sl. ári bættlst við flotann innfluttur álbátur, Rúna RE 150. Báturinn sem áður hét Fredvang Junior, er smíðaður árið 1988 (afhentur í mars) í Noregi hjá Tomma Aluminium A/S í Husby, smíða- númer 36. Rúna RE er í eigu Svavars Ágústssonar, Seltjarn- arnesi, sem er skipstjóri, og Hjartar Jónssonar, Reykjavík, sem er vélstjóri. Rúna RE kemur í stað Sæbjargar ST7 (314), 56 rúmlesta eikarfiskiskips, sem smíðað var árið 1956. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr áli samkvæmt reglum og undir eftirliti Skipskontrollen í Noregi, með eitt þilfar stafna á milli og stýrishús á reisn framantil á aðalþil- fari og skýli meðfram b.b.-síðu, og er búið til línu-, neta- og dragnótaveiða. Undir aðalþilfari er skipinu skipt með þremur þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: í- búðir með botngeymum fyrir ferskvatn og sjókjöl- festu; fiskilest með hágeymum fyrir brennsluolíu 1 síðum; vélarúm; og aftast stýrisvélarrými. Fremst á neðra þilfari er stafnlyfting með stýrishus* aftast á henni. Meðfram b.b.-síðu er skýli þar sen' eru íbúðir, geymsla og vélarreisn. Frammastur er a þaki stýrishúss og afturmastur í afturkanti skýlis. Mesta lengd.......................... 15.05 m Lengd milli lóðlína.................. 12.95 m Breidd (mótuð)........................ 5.90 m Dýpt að þilfari (mótuð)............... 2.20 m Eigin þyngd............................. 34 t Særými (djúpr. mótuð 1.87 m)....... 86 t Burðargeta (djúpr. mótuð 1.87 m)... 52 t Lestarrými.............................. 43 m Brennsluolíugeymar..................... 8.0 m Ferskvatnsgeymir...................... 2.0 m Sjókjölfestugeymir..................... 3.7 m Brúttótonnatala......................... 41 BT Rúmlestatala............................ 40 Brl Skipaskrárnúmer....................... 2150 Rúna RE 150 við komu til landsins.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.