Ægir - 01.03.1993, Side 4
US rrJÍ'.}jb\
flBKIípÍ
3'rjQRA
Fiskifélag íslands var stofnað 1911 af framsýnum
mönnum sem töldu að nauðsyn væri á félagi sem stuðlaði
að framförum í sjávarútvegi og hefði þar með forgöngu
um ýmis nauðsynjamál sem þá voru aðkallandi. í þessu
sambandi má nefna menn eins og Bjarna Sæmundsson
fiskifræðing og Tryggva Gunnarsson bankastjóra.
Frá stofnun hefur Fiskifélagið gegnt margháttuðu hlut-
verki eins og stefnt var að og má nefna að á einum tíma
seldi félagið meira að segja olíu. Félagið hefur gegnt hlut-
verki tengiliðs milli stjórnvalda og aðila í sjávarútvegi á
ýmsan hátt í gegnunt tíðina. Félagið hefur m.a. varðveitt
sjóði sjávarútvegsins, t.d. Aflatryggingarsjóð o.fl., og hefur
einnig gegnt veigamiklu hlutverki í samningum um haf-
réttarmál og í landhelgismálum okkar fslendinga.
Þekktast er þó félagið fyrir áratuga útgáfu á tímaritinu
Ægi og söfnun sína í aflatölum og útgáfu þeirra. Þá starfar
við félagið tæknideild sem hefur sinnt margháttuðum
rannsóknum og athugunum og hefur Fiskveiðasjóður ís-
lands átt aðild að starfi deildarinnar. Einnig má nefna að
bæði Fíafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðn-
aðarins voru fyrst deildir í Fiskifélaginu um langt árabil
áður en þær urðu sjálfstæðar stofnanir. Þá er ónefnt starf
félagsins í fræðslumálum sem hefur verið mjög viðamikið
öll þessi ár.
Eins og áður sagði hefur Fiskifélagið safnað og birt afla-
tölur okkar íslendinga svo og rekið Reikningaskrifstofu
sjávarútvegsins frá upphafi hennar 1943, en þar eru árs-
reikningar útgerðarinnar skoðaðir og afkoman krufin.
Starf Fiskifélagsins á sviði skýrslusöfnunar fyrir sjávarút-
veginn hefur víða verið rómað bæði erlendis og hér innan-
lands og er ljóst að Fiskifélagið hefur algerlega haldið utan
um alla frumvinnslu fyrir hagtölugerð Hagstofu Islands
um sjávarútveg á Islandi. Það er einnig ljóst að gjörsam-
lega hefði verið ómögulegt að korna á svonefndu kvóta-
kerfi til stjórnunar á fiskveiðum okkar Islendinga, ef ekki
hefðu verið til þetta skýrar og nákvæmar tölur um afla
einstakra skipa mörg ár aftur í tímann. Nú á síðustu dög-
um hefur svonefnd „Tvíhöfðanefnd“ skilað af sér skýrslu
til sjávarútvegsráðherra og hefur hún verið Iofuð fyrir
greinargott yfirlit yfir íslenskan sjávarútveg, þó mjög se
deilt um tillögur og annað innihald hennar. Ég fullyrði að
ekki væri hægt að gefa svo gott yfirlit af íslenskum sjávar-
útvegi ef ekki hefði komið til áratuga starf Fiskifélagsins
við að halda utan um nauðsynlegar upplýsingar úr sjávar-
útveginum.
Einn þátt Fiskifélagsins verður að nefna, en það er
Fiskiþing. Á Fiskiþingi koma saman fulltrúar fiskideild'
anna víða að af landinu, svo og allra hagsmunaaðila í sjav-
arútvegi, bæði atvinnurekenda svo og sjómanna og fisk-
vinnslufólks, í allt sitja 40 fulltrúar á Fiskiþingi. Fiskiþing
tekur til afgreiðslu margvísleg málefni sjávarútvegsins og
hefur í gegnum tíðina skilað fjölda tillagna og ályktana
sem síðar hafa orðið að landslögum og reglugerðum eða
tillit hefur verið tekið til við stjórnsýslu landsins.
Nú á síðustu árum og mánuðum hafa orðið breytingar
hjá Fiskifélaginu. Á Fiskiþingi 1991 voru samþykktar nýj'
ar samþykktir fyrir félagið og á síðasta Fiskiþingi var kjÖr-
in ný stjórn. Um síðustu árantót var ráðinn nýr fiskimála'
stjóri samkvæmt nýjum samþykktum. Unnið er nú að
skipulagsbreytingum til að aðlaga félagið að þeim nýju að'
stæðum sem til urðu með samþykkt laga um Fiskistofu a
sl. ári. Hlurverk Fiskifélagsins nú er að vera hagstofa fyrir
sjávarútveginn auk þess að virka sem nokkurs konar frant'
farafélag allra áhugamanna og hagsmunaaðila í sjávarut'
vegi eins og í upphafi. Það er stefna stjórnar félagsins að
efla verulega félagslega þáttinn í starfi félagsins auk þess að
finna sífellt ný verkefni fyrir félagið.
Eins og öll ofangreind upptalning gefur til kynna hefur
Fiskifélagið margoft þurft að laga sig að nýjum aðstæðum
og svo er eins nú. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að
Fiskifélagið býr að ómetanlegri reynslu og væri algeft
glapræði að kasta slíku á glæ, heldur er eðlilegt að nýra
þessa reynslu til að bæta árangurinn í framtíðinni. Það ef
von undirritaðs að við stjórnendur Fiskifélagsins berum r1^
þess gæfu að halda starfmu áfram og að ráðamenn í sjávai"'
útvegi sjái hag sinn í því, að starf Fiskifélagsins í nútíð og
framtíð verði öflugt.
Bjarni Kr. Grímsson
106 ÆGIR 3. TBL. 1993