Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1993, Qupperneq 8

Ægir - 01.03.1993, Qupperneq 8
Sveinn Hjörtur Hjartarson Afkoma útgerðar Afkoma útgerðar versnaði til muna árið 1992 frá fyrra ári. Bæði er að þorskveiðar minnkuðu milli ára og verðlækkun varð á helstu afurðum okkar. Þetta voru mikil umskipti frá 1991 sem var viðunandi ár. Alls veiddust um 1537 þús. tonn á árinu, sem var aukning nrilli ára, en þar munar mest um loðnuveiði, sem var góð. Samkvæmt rekstraráætlun Þjóð- hagsstofnunar fyrir árið 1992 er talið að botnfiskveiðiflotinn, þ.e. sá hluti hans sem er á ísfiskveiðum, hafi verið rekinn með 5,4% halla að meðaltali. Afkoma bátaflotans var verst. Hall- inn á bátaflotanum var 7,5%. Tog- araflotinn var rekinn með 4,9% halla, en stóru togararnir voru reknir með 5,6% hagnaði. Þá voru frysti- togararnir einnig reknir með hagn- aði, eða með 8,8% hagnaði, sbr. töflur 1 og 2. Afkoma loðnuflotans var einnig viðunandi. Ytri aöstœöur Ytri efnahagslegar aðstæður voru útgerðinni einnig óhagstæðar. Skuld- ir greinarinnar eru rniklar, um 100 milljarðar króna. Það leiðir að sjálfu sér að þegar meðalraunvextir sem at- vinnulífið ber eru um 11% segir það verulega til sín í rekstri útgerðanna. Gengi mikilvægra Evrópumynta gagnvart íslensku krónunni lækkaði á árinu. Það var ekki fyrr en í lok nóv- ember að gengi íslensku krónunnar var fellt um 6% til þess að mæta um- ræddri lækkun á öðrum gjaldmiðl- um. Sú gengisfelling ein og sér var ekki gerð til þess að laga stöðu sjávar- útvegsins, heldur fyrst og fremst til þess að leiðrétta orðinn hlut. Enda hafði utanríkisráðherra á fundi LÍU á Akureyri tveimur vikum fyrr lýst því yfir að ekki yrði gripið til gengisfell- ingar til bjargar sjávarútveginum. Sá tírni væri liðinn. Samhliða gengisfellingu var ákveðið af stjórnvöldum að afnema aðstöðugjaldið til þess að bæta stöðu atvinnulífsins í landinu. Allt í allt varð gengisfellingin og afnánt að- stöðugjaldsins til þess að bæta stöðu sjávarútvegsins urn 2,54%, en sam- kvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar á þeim tíma stefndi í að greinin væri rekin með um 5 milljarða króna halla, eða um 8% halla. 1 kjölfar kosninga í Bandaríkjun- um hækkaði gengi dollars um 18%. Hækkandi gengi á dollar styrkti stöðu þeirra sem selja í þeim gjald- miðli. Nú er aftur orðið vænlegra að selja til Bandaríkjanna eftir að staða dollarans gagnvart Evrópumyntum hefur styrkst á ný. Skuldir fyrirtækja sem eru með dollaralán hækkuðu að sjálfsögðu í JJAVAjR ÍIJÍKJUKIMÍ'I íslenskum krónum í kjölfar hækltun- ar á gengi dollarans. Töluverður gengismunur vegna breytinga á gengi dollarsins gerir það að verkunr að mörg fyrirtæki sem annars hefðu ver- ið með jákvæða rekstrarniðurstöðu voru rekin með tapi á árinu 1992. Stjórnvölda hafa margoft lýst þvl yfir að hornsteinn efnahagsstefnunnar sé stöðugt gengi. Þetta þýðir með öðrum orðum að sjávarútvegurinn verður að bera sjálfur ytri áföll konu ekki til stefnubreyting. Eðlilega eru fyrirtæki misjafnlega undir það búm að mæta áföllum. Samsetning veiði' heimilda, úthlutaður kvóti, ráðstöfun afla og fjárhagsleg staða eru þættU sem skipta sköpum í rekstrinum. Fiskverð Ný lög um Verðlagsráð sjávarut' vegsins hafa Ieitt til þess að ekki er lengur hægt að miðstýra ákvörðun' um um fiskverð og stilla af rekstrap umhverfi greinarinnar um leið. 1 Verðlagsráði fór reglulega frarn uifl' ræða um meðalafkomu greinarinnar á hverjum tíma á grundvelli uppfys' inga Þjóðhagsstofnunar. Nú farJ þessi skoðanaskipti ekki frain með sama hætti. Bæði er að lögin gera Verðlagsráði ómögulegt að taka slíkar ákvarðanir og svo hitt að fiskur er verðlagður ýmist á fiskmarkaði eða 1 1 10 ÆGIR 3. TBL. 1993

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.