Ægir - 01.03.1993, Side 10
Tafla 2
Rekstraryfirlit fyrir frystiskip 1991 og rekstraráœtlanir miöaö viö
rekstrarskilyröi í september 1992
Milljónir króna Hlutfall af tekjum alls
Rekstrar- Rekstrar- Rekstrar- Rekstrar-
yfirlit áætlun yfirlit áætlun
1991 1992’ 1991 1992
Tekjur alls 9.574,6 8.935,2 100,0 100,0
1. Sjófrystur afli 9.613,1 8.313,5 100,4 93,0
2. Seldur afli erlendis úr fiskiskipum 238,0 308,2 2,5 3,4
3. Aðrar tekjur 42,8 43,9 0,4 0,5
4. Verðjöfnunarsjóður -319,4 269,6 -3,3 3,0
Gjöld 1-7 7.129,2 6.777,0 74,5 75,8
1. Aflahlutir 3.014,0 2.779,3 31,5 31,1
2. Laun og tengd gjöld 681,8 671,8 7,1 7,5
3. Olíur 653,1 530,2 6,8 5,9
4. Veiðarfæri 374,0 378,8 3,9 4,2
3. Viðhald 644,6 661,6 6,7 7,4
6. Annar kostnaður 1.761,8 1.755,3 18,4 19,6
Verg hlutdeild (jármagns 2.445,4 2.158,2 25,5 24,2
8. Reiknuð árgreiðsla m.v. 6% ávöxtun 1.334,3 1.369,0 13,9 15,3
Hreinn hagnaður 1.111,1 789,2 11,6 8,8
Meðalverð aflans, kr. á kg
Sjófrystur afli 110,75 108,39
Isfiskur 36,62 35,84
Magn, tonn (slægður m. haus) 93,30
Sjófrystur afli 86,80 76,70
Isfiskur 6,50 8,60
Vátryggingarverðmæti 11.179,70 11.470,40
*Athugasemd: Rekstraráætlun 1992 er stöðumat m.y. rekstrarskilyrði
í september 1992 og áætlaðan afla árið 1992.
manna var ákveðið að fylgja í megin-
atriðum tillögum fiskifræðinga.
Akveðið var að leyfa veiði á 205 þús.
tonnum af þorski á komandi fisk-
veiðiári, en árið áður var heimiluð
veiði á 265 þús. tonnum miðað við
óslægðan þorsk. Alls var heimiluð
veiði á um 509 þús. tonnum af botn-
fiski. Tafla 2 sýnir þróun botnfisk-
veiða frá 1987.
ísfiskútflutningur
Fátt hefur valdið jafn miklum
deilum undanfarin ár, heldur en ís-
fiskútflutningur á markaði erlendis.
Þrátt fyrir óumdeilanlegan hag út-
gerðar af þessari starfsemi hefur ís-
fiskútflutningur sætt mikilli gagnrýni
í þjóðfélaginu. Tilkoma fiskmarkaða
og Aflamiðlunar hér innanlands er
án efa mikilvægasta forsendan fyrir
því að hægt hefur verið að draga úr
þessurn útflutningi, án verulegs skaða
fyrir útgerð og sjómenn.
Á árinu 1992 dró verulega úr út-
flutningi á þorski til Bretlands, en út-
flutningur á ísfiski til Þýskalands
hélst nánast óbreyttur milli ára. Alls
voru flutt út 31 þús. tonn af bolfiski
til Bretlands á móti 45 þús. tonnum
á árinu á undan. Til Þýskalands voru
flutt út 31 þús. tonn af bolfiski á
móti 32 þús. tonnunr árið 1991.
Frystiskip
Sá þáttur í útgerð landsmanna
sem skilar bestri afkomu er án efa
frystiskip. Hagur þeirra hefur verið
góður undanfarin ár, en þau hafa
sætt vaxandi mótlæti þeirra sem eiga
hagsmuni að gæta í landi. Ný lög um
frystiskip hafa konrið í veg fyrir fjölg'
un þeirra, því að þar er gerð krafa
um að þau komi í áföngum með all'
an úrgang að landi án tillits til þess
hvort það skilar einhverju í aðra
hönd. Skýtur þessi ákvörðun stjórn-
valda nokkuð skökku við því sem
áður er sagt um afskiptaleysi stjórn-
valda að öðru leyti um afkomu ut-
gerðarinnar. Stjórnvöld hindra ut-
gerð þess þáttar sem skilar bestu afi
komunni um sinn.
Kjarasamningar
Kjarasamningar voru gerðir við
sjómenn í mars 1992 til eins árs. Þetr
voru á sömu nótum og almennt var
samið um í þjóðfélaginu. Tekin var
upp sú nýbreytni að skiptaverð til
sjómanna miðast við olíuverðsbreyt'
ingar sem verða á markaði í Rotten
dam. Áður var miðað við breytingar
á innkaupsverði olíufélaganna. Þessi
breyting hefur reynst vel.
Eitt stærsta hagsmunamál útgerð'
ar er að ná fram heildarendurskoðm1
á skiptakjörum á ýmsunr veiðum
bátaflotans. Launakostnaður þess*1
flota er til rnuna hærri en hjá togarm
flotanum. Mikilvægt er að mönnun
112 ÆGIR 3.TBL. 1993