Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1993, Page 16

Ægir - 01.03.1993, Page 16
ings hafi haft meiri áhrif á sölu rækjuafurða en reikn- að var með. Flestir þeir sem til þekkja telja ólík- legt að verð á rækju hækki til langframa. Þessu þurfa þeir sem starfa innan greinarinnar að gera sér grein fyrir. Eins og oft hefur verið bent á hafa rækjuverk- smiðjur brugðist við verð- lækkun afurðanna á marg- víslegan máta. Verksmiðj- urnar hafa verið Iagfærðar til þess að mæta kröfum þeirra kaupenda sem best borga og unnið hefur verið að margvíslegri hagræðingu. Reynt hefur verið að nýta fjárfestingar sem best, m.a. með því að taka upp vaktavinnu ef fáanlegt hráefni hefur verið nægj- anlegt. Meira þarf þó til svo að endar nái saman og þurfa allir sem við greinina starfa að líta í eigin barrn. Afkoma í rœkjuiönaöi Félag rækju- og hörpudiskfram- leiðenda stóð sl. sumar að könnun á afkontu rækjuvinnslu á árinu 1991. Könnunin var að mestu unnin á veg- urn Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri af þeim Ogmundi Knúts- syni og Skarphéðni Jósepssyni undir umsjón Valtýs Hreiðarssonar. Sjávar- útvegsráðuneytið styrkti verkið. I könnunni var afkoma þrettán fyrir- tækja í greininni skoðuð og bornir saman hinir ýmsu rekstrarþættir. Niðurstaðan var síðan tekin saman í skýrslu sem aðilar innan félagsins og ýmsir aðrir fengu. Að flestra mati var gagnsenti af skýrslunni ótvíræð og hefur félagið fullan hug á að standa að slíkri könnun áfrarn. Helstu niðurstöður skýrslunnar voru að rækjuiðnaðurinn í heild var rekinn með 7,8% halla að meðaltali. Afkoman var hins vegar misjöfn á milli fyrirtækja og var allt frá 7,2% hagnaði af framleiðsluverðmæti nið- ur í 24,7% tap. Niðurstöðurnar sýndu því Ijóslega að staða þeirrar greinar sjávarútvegs- ins sem skapar tíundu hverja krónu af tekjum hans er afar viðkvæm og alvarleg. Veiöar hörpudisks Samkvæmt tölum Fiskifélags Is- Iands veiddust alls 12.448 tonn af hörpudiski árið 1992 (bráðabirgða- tölur fyrir desember) á móti 9.206 tonnum árið áður. Samkvæmt mæl- ingum Hafrannsóknastofnunar hefur hlutfall eldri hörpudisks minnkað undanfarin ár á Breiðafirði þar sem mikilvægustu hörpudiskmiðin eru og hlutfall yngri hörpudisks þar með aukist. Það þykja góð teikn þótt heildarstofninn hafi minnkað nokk- uð frá því hann var stærstur. Ætla má að ágætt útlit sé með veiðar á hörpu- diski á næstu árum. Aflaheimildir þessa kvótaárs hafa verið ákveðnar 11.300 tonn, þar af 8.500 tonn í Breiðafirði. Vinnsla og verö- mœti hörpudisks Á árinu 1992 voru framleidd 1.174 tonn af hörpudiski á móti 1.160 tonnum árið áður. Vinnsluvirði þessarar framleiðslu var 695,0 milljónir króna, sem er 4,8% rneira en 1991- Hörpudiskvinnsla nam því nálega 1% af heildarverðmæti sjávarafurða. Nokkur birgðasöfnun átti sér stað a árinu vegna sölutregðu. Markaðir fyrir hörpudisk og horfur Lengst af eftir að íslendingar hófu að framleiða afurðir úr hörpudiski voru þær svo til eingöngu seldar til Bandaríkjanna. Árið 1989 opnaðist markaður fyrir hörpudisk í Frakk' landi og fékkst mun hærra verð fyrir afurðirnar þar en í Bandaríkjunum- Það varð til þess að framleiðendut snéru sér alfarið með sína framleiðslu til Frakklands. Þegar fór að g£ra sölutregðu og lækkandi verðs 1 Frakklandi um síðustu áranto[ beindu framleiðendur hörpudisks sjónum sínum aftur til Bandaríkj' anna. Nokkur árangur er að koma 1 Ijós í því markaðsstarfi. Hins vega1 virðast framleiðendur óum flýjanlega þurfa að sætta sig við lægra verð en áður. Afkoma í hörpudiskvinnslu er því lakari nú en áður og horfur á að svo verði áfram. ______ Höfundur er er framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenaa- 1 1 8 ÆGIR 3. TBL. 1993

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.