Ægir - 01.03.1993, Qupperneq 22
DRÖFN h/f tilkynnir
'JjJ >JÍí\=jj‘í>iij‘snmn}ii
Tökum aö okkur viögeröir, stillingar og
niöursetningar á eftirtöldum véibúnaöi:
• Dieselvélum ■ Stýrisbúnaöi
i Afgastúrbínum ■ Vindum
■ Skrúfugírum ■ Dælum (margskonar)
■ Framgírum ■ Afréttingar
■ Kúplingum ■ Skrúfubúnaöi
Mitsubishi sérfræðingar
Einnig sjóðum við á skrúfuása
og skipsskrúfur.
Leitið tilboða - Reynið viöskiptin
Vinsamlegast hafiö samband viö: Hjalta Sigfússon, síma 91-52015 og
91-50393 eöa Sigurö Sigurösson síma 91-654765, fax 91-654766.
Markaðshorfur fyrir niðursoðna
rækju eru góðar. Þeir erlendu við-
skiptaaðilar senr keypt hafa niður-
soðna rækju reikna með að halda sín-
um hlut, en ekki er búist við verð-
hækkunum í erlendri mynt.
Varðandi grásleppuhrognakavíar
er aftur á móti nokkur óvissa. Þegar
þetta er ritað er enn óvíst um veiðar
og er nrikil samkeppni ríkjandi milli
innlendra og erlendra framleiðenda
um hráefnið. Procordia-auðhringur-
inn hefur gert samning við umboðs-
menn sína hérlendis um kaup á meg-
inhluta þeirra hrogna, senr væntan-
lega mun veiðast við Islandsstrendur
á næstu vertíð. Samningur þeirra
hljóðar upp á allt að 20% hærra verð
en var á síðustu vertíð. Arið 1992 var
það besta í sögu þessa iðnaðar á Is-
landi, og nam heildarútflutnings-
verðmæti grásleppuhrognakavíars
606 milljónum króna. Með því að
tryggja að hráefni þetta verði ekki
flutt út til erlendra verksmiðja má
tvöfalda útflutningsverðmætið milli
ára. Ohætt er að fullyrða að hér er
eini mögulegi vaxtarbroddurinn í ís-
lenskum lagnretisiðnaði á yfirstand-
andi ári.
Islensku verksnriðjurnar sex, sem
eru staðsettar víðsvegar um landið,
eru reiðubúnar að gera bindandi
samning við saltendur grásleppu-
hrogna fyrir allt að 12.000 hrogna-
tunnum, en það er um það bil það
magn sem reiknað er með að muni
veiðast. Ætla má að úrvinnsla úr því
hráefni veiti um 200 manns atvinnu
í 12 mánuði auk starfa í framleiðslu
umbúða og þjónustu. Ætti það að
vera kappsmál stjórnvalda, verkalýðs-
félaga og annarra hagsmunaaðila að
sanreinast um að tryggja aukna full-
vinnslu grásleppuhrognakavíars hér-
lendis. I nýlegum tillögum ASÍ/VSI
er lögð áhersla á að tryggt verði að ís-
lenskir kavíarframleiðendur hafi for-
gang um kaup á grásleppuhrognum
enda greiði þeir sambærilegt verð og
erlendir franrleiðendur.
Athyglisverð þróun hefur átt sér
stað í vinnslu loðnuhrogna til kavíar-
gerðar. Reiknað er með einhverri
aukningu á yfirstandandi ári í út-
flutningi á loðnuhrognakavíar, sem
byrjað er að selja í stað grásleppu-
hrognakavíars. Óhætt er að fullyrða
að mikil verðhækkun á grásleppu-
horgnum verði til að auka eftirspurn
eftir loðnuhrognakavíar.
Lokaorö
Eftir mikla uppstokkun í rekstri
lagmetisiðja víðsvegar um landið
verður að tryggja að varanlegur
rekstrargrundvöllur orðið fyrir hendi
hjá þeim aðilum sem eftir standa i
greininni. Brýnt er að samstarl um
markaðsuppbyggingu takist að nýju
eftir nokkurt skeið upplausnar og
undirboða. Samhliða þarf að endur-
vekja þróunarstarf í greininni þanmg
að fjölga megi að nýju framleiðslu-
tækifærum og styrkja innviði verk-
smiðjanna.
Höfundur er framkvæmdastjóri hjá
Islensku Marfangi hf. og stjórnar-
formaður Sölusamtaka lagmetis.
124 ÆGIR 3. TBL. 1993