Ægir - 01.03.1993, Síða 30
Madeira og Portúgal, við Fiskenæs
við V-Grænland og á Dohrn-banka
við A-Grænland.
Dökksilfri, Diretmoidesparini
Post & Quero, 1981
Veiddist í apríl í Litla djúpi austan
Hvalbaks á 220-238 m dýpi. Hann
var 39 cm langur.
Dökksilfri hefur veiðst víða í
heimshöfunum og í NA-Atlantshafi,
m.a. við Madeira og undan Mar-
okkó.
Litli lúsífer, Himantolophus mauli
Bertelsen & Krefft, 1989
I október veiddist 28 cm fiskur
þessarar tegundar í flotvörpu urn
120-130 sjómílur SV af Reykjanesi
þar sem botndýpi var 823-915 m en
togdýpi 640-732 m.
Þessi fiskur er sömu ættar og lúsí-
fer en þekkist frá honum m.a. á því
að hann er minni, veiðistöng á enni
teygist lengra aftur og er tvískipt í
endann, en ekki brúskur eins og á
lúsífer. Áður hefur veiðst svipaður
fiskur djúpt suðvestur af Reykjanesi,
en utan 200 sjómílna markanna, og
annar mjög líkur - e.t.v. sama tegund
- rétt innan markanna.
Þeir fiskar sem nefndir eru hér á
undan voru veiddir af eftirtöldum
skipum:
Engey RE veiddi gránef, Júlíus
Geirmundsson IS veiddi bláskötu,
bleikskötu og rauðskolt í leiðangri
sem farinn var á vegurn Hafrann-
sóknastofnunar til rannsókna á grá-
lúðu í maí-júní, Rauðinúpur ÞH
veiddi dökksilfra og Ymir HF veiddi
litla földung, sægreifa og litla lúsífer.
Þær tegundir sem veiðst hafa einu
sinni eða tvisvar áður á Islandsmið-
um eru:
Sjafnarskata, Raja (Malacoraja)
spinacidermis Barnard, 1923
I júní veiddist 37 cnt hrygna á
901-1058 m dýpi djúpt vestur af
Bjargtöngum. Arið 1965 veiddist
sjafnarskata á 686-710 m dýpi í
Rósagarðinum SA af Islandi.
Djúpskata, Raja (Rajella) bathyphila
Holt & Byrne, 1908
I lok maí veiddist 90 cm
djúpskata á 750 m dýpi út af Beru-
fjarðarál. Árið 1973 hafði ein veiðst
urn 90 sjómílur suðvestur af Reykja-
nesi á 934-955 m dýpi.
Fjölbroddabakur, Polyacanthonotus
rissoanus (Filippi & Vérany, 1859)
Einn 32 crn langur fjölbroddabak-
ur veiddist í júníbyrjun á um 1000 m
dýpi djúpt suðvestur af Látrabjargi-
Árið 1980 fannst sá fyrsti hér við land
á 780-845 m dýpi djúpt undan suð-
vesturlandi. Hann var 18 cm langur.
Kambhaus, Poromitra crassiceps
(Gúnther, 1878)
Veiddist í júníbyrjun á 1143"
1172 m dýpi djúpt vestur af Önd-
verðarnesi og var 15 cm langur. Árið
1962 fékkst 8 crn kantbhaus úr
þorskmaga í Grænlandssundi.
Göltur, Neocyttus helgae
(Holt & Byrne, 1908)
1 desember veiddist 35 cm göltur
á 878 m dýpi út af Skaftárdjúpi-
Áður hafði annar veiðst í maílok
1989 á 787-970 m dýpi djúpt vestur
af landinu.
Skagasurtla, Linophryne algibarbata
Waterman, 1939
í lok maí veiddist 21 cm löng
hrygna á 1400-1500 m dýpi vestur
af Garðskaga. Þessi tegund fannst
fyrst hér við land í maí 1981 þegar
22 cm löng hrygna með 3 cm hæng a
kviði veiddist á 915 m dýpi djúpt
undan Norðurlandi.
132 ÆGIR 3. TBL. 1993