Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1993, Síða 42

Ægir - 01.03.1993, Síða 42
Einar Júlíusson Veiðidánartölur og stærð þorskstofnsins 1 nýlegu hefti (4. tbl. 1992) Útvegsins, tímariti LIÚ, skrifar Kristján Þórarinsson fiskifræðingur unt túlkun veiðidánartalna því að „mörgum finnst erfitt að átta sig á þessurn tölum“. Hvaö er fiskveiðidánartala? Ekki er furða þótt leikmönnum finnist erfitt að átta sig því túlkun Kristjáns er ails ekki rétt. Fiskveiðidánartaian F er reiknuð út árlega fyrir hvern árgang eða aldurshóp og táknar hlutfallslega dánartíðni (dN/Ndt) af völdunt veiða. Uppgefin gildi rniðast yfirleitt við dánartölu á ári og F*At er þannig líkur á því að ákveðinn fiskur veiðist á (stuttu) tímabili, At (mælt í árum). Samband veiðidánartölu, stofns og afla er því eins einfalt og hugsast getur. Fiskveiðidánartala = ársafli / stofnstærð (Afli og stofn mælt í fjölda fiska.) Það er ekki snúið að breyta dánartölunni í aflaprósentur því það þarf aðeins að ntargfalda með 100. Kristjáni er nokkur vorkunn því skýrslur Hafró eru í þessu tilliti óljósar og villandi, ef ekki beinlínis alrangar. Lítið dœmi Veiðidánartala þorsks 8 ára og eldri 1991 var F=0,9. Náttúruleg dánartala er 0,2 og því er heildardánartalan 1,1 sern þýðir að 67 af hundraði (1 -exp(-1,1)) af þeim þorsk- um sem voru lifandi í ársbyrjun deyja á árinu, þar af veiðast 0,9 af hverjum 1,1 eða 55 af upphaflega hundraðinu. Ef fiskurinn hrýgnir einu sinni á ári og aldursbreytingar eru reiknaður um áramót má segja að stofnstærð sé 100 (fiska- fjöidi í einhverjum einingum) í byrjun árs og 33 í lok árs. (Meðal) stofnstærðin á árinu er hvorki 100 né 33 en ákveð- ið meðaltal sem fmnst með hejldun sent 6! (67/1,1), þ.e. jafnt og aflinn deilt með fiskveiðidánarstuðli. Et fiskurinn hrygndi jafnt og þétt, þá gæti stofninn verið í fullkontnu jafnvægi og 61 allt árið um kring en aflinn 55 á hverju ári. Allt er breytingum undirorpið og fullkontið jafnvægi útilokað en hvernig svo sern fiskurinn hrygnir gildir sem sagt alltaf grunnjafnan: F = afli / stofn. Birgðastaða og framleiðsla Orðið (árleg) nýliðun ákveðins hóps er notað hér i merkingunni hversu rnargir bætast í hópinn (á árinu). Mis- skilningur fiskifræðinga liggur í því að nota slíka nýliðun aldurshópanna í staðinn fyrir stærð þeirra. Orðanotkun þeirra jafngildir því að ruglað sé saman birgðastöðu fynr' tækis (stofninum) og ársframleiðslunni (nýliðuninni). Vart væri hægt að rugla saman svo óskyldum stærðunt nema t.d. ef í gildi væru reglur um að framleiðsluna mætti ekki selja fyrr en þann 1. janúar á 4. ári frá framleiðsluári. Þá ntætti til sanns vegar færa að birgðastaða vínverksmiðju af vínar- ganginum frá 1987 væri hinn 1. janúar 1991 sú sama og frantleiðslan af víninu á árinu 1987. Birgðastaðan alla aðra daga ársins ntundi hins vegar vera rninni sern svarar sölunni og ef ætlunin er að finna raunverulega birgðastöðu aetti ekki gefa upp frantleiðsluna eða birgðirnar í ársbyrjun. Það væri hugtakaruglingur og verulegt ofmat á birgðunum- Segja má að birgðir verksmiðjunnar af víni sem leyfte.r að selja séu alltaf í einhverju hámarki þann 1. janúar og í lág' rnarki þann 31. desember. En þessir toppar eru lagalegiþ reikningslegir eða bókhaldslegir fremur en raunverulegir. A birgðastöðu verksmiðjunnar af víni sern Imgtwxn að selja verður engin stökkbreyting á nýársnótt. Veiðistofn þorsks á árinu 1991 er talinn sent fjöldi fiska fæddur ekki síðar en árið 1987 o.s.frv. Tekur stærð hans þa stórt stökk urn hver áramót, sbr. ntynd 2 hér að aftan. En fjöldi þorska í sjónunt yfir ákveðnum stærðarmörkum brevt' ist þá ekki því þessi stökk eru fvrst og frentst reikningsleg. 144 ÆGIR 3. TBL. 1993

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.