Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1993, Side 45

Ægir - 01.03.1993, Side 45
stofnstærðarinnar er hér ekki ágreiningsefni því skýrsla Hafró reiknar hana nú á hrygningartíma fremur en í árs- byrjun eins og í ölium eldri skýrslum. Er stœrð hrygningarinnar ofmetin? Aldurssamsetning hrygningarstofnsins er mjög óheppi- ^eg þannig að svæðis- og tímadreifmg hrygningarinnar er í lágmarki. Versnar hún þó enn á næstu árum þegar risaár- 8augarnir 1983-84 hverfa endanlega úr stofninum. Það Verður líka að benda á það að hlutfall hrogna af þunga 3-5 ara smáfisks er minna en í stórþorski. Alveg burtséð frá hrognagæðum er því ekki hægt, hvað hrognamagnið varðar, að bæta upp vöntun stórþorsksins í hrygningarstofninn með jafnmörgum tonnum af kynþroska smáþorski. Það ^efur aldrei verið eins mikið af 3-5 ára fiski í hrygningar- stofninum og veldur það ofmati á hrygningunni nú að ^e§gja einfaldlega saman tonnafjölda kynþroska fiska. hannig er hrognamagnið nú aðeins tíundi hluti þess sem áður var, þótt svo mikið hafi hrygningarstofninn enn ekki tttinnkað. Skiptir hrygningin máli? Að vísu er eggjafjöldinn enn margfalt meiri en sá fjöldi sem UPP kernst en ef það eru almenn lífsskilyrði eða ytra afrán þeirra fiska sem á seiðunum lifa sem veldur því að svo Mynd 1 ApLI (milljónir fiska) SÓKN = AFLI / STOFN örlítill hluti eggjanna kemst upp, þá skiptir hrognamagnið í upphafi öllu máli. Ef það er innra afrán, þ.e. fæðuframboð- ið, sem takmarkar eggjafjöldann sem upp kemst þannig að seiðin éta hvert annað út á gaddinn þá skiptir upphaflegi eggjafjöldinn ekki beint máli en dreifing þeirra skiptir öllu ntáli. Hvorugt af þessum atriðum hrygningarinnar er í lagi og loks fær þorskurinn engan frið til þess að hrygna, svo hvernig er hægt að búast við góðu klaki? Sóknin vex og aflinn minnkar Mynd 1 sýnir hvernig aflinn og fiskveiðidánartölurnar eða sóknin hafa breyst á síðustu fimm árum. Aflinn hefur farið minnkandi en sóknin vaxandi. A síðasta ári, 1992, tel- ur Hafró þó að sóknin hafi minnkað en ég tel ástæðuna vera ofmat á stofninum og brotnu línuna gefa réttari mynd af ástandinu. Mér heyrist útgerðin kvarta meira urn það að hún geti ekki veitt nóg fremur en að hún megi það ekki. Eg sé ekki að flotinn liggi bundinn við bryggjur stóran hluta ársins vegna kvótaleysis. Ég tel því einnig alveg óvissa þá sóknarminnkun sem skýrsla Hafró gerir ráð fyrir á næsta ári. Allt eins má búast við því að leyfilegur afli náist ekki og kvótakerfið sé því óvirkt og takmarki lítt sókn stækkandi flota sem muni enn aukast og verða eitthvað í líkingu við það sem brotna sóknarlínan sýnir. Hœttir aflaminnkunin einhvern tíma? Framkomnar aflatillögur næstu ára eru sýndar á mynd 1. Miðað er við að meðalþyngd þorsks í afla verði 3.0 kg og sýndur er á myndinni sá afli sem sjávarútvegsráðherra hefur leyft 1993 (225 þús. tonn), sem Hafró hefur lagt til 1994 (175 þús. tonn) og Ioks það sem Alþjóðahaf- rannsóknarráðið hefur lagt til fyrir 1995 (530 þús. tonn 1993-95). Gangi þessar tillögur eftir ætti stofninn að stækka. Aflinn getur þá farið að vaxa aftur eftir 1995 og hefði reyndar farið að vaxa strax eftir 1993 ef erlendum tillögum um 150 þús. tonna afla það ár hefði verið fylgt. En þetta eru aðeins tillögur og það er nánast útilokað að eftir þeim verði farið. Þær rnundu þýða að sóknin 1994 yrði helmingur og sóknin 1995 aðeins þriðjungur af því sem nú er. I reynd býr togaraflotinn ekki við neinar beinar sóknartakmarkanir og líkur á því að helmingi hans verði lagt fyrir 1994 eru hverfandi. Ég hef meiri trú á fyrrnefndri sóknarspá (brotnu sóknarlínunni á mynd 1). Það verður þá aldrei dregið nægilega úr afla til að komast fyrir stofnminnkunina. Aflaminnkunin verður þá ekki eins 3. TBL. 1993 ÆGIR 14/

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.