Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1993, Side 47

Ægir - 01.03.1993, Side 47
mannablaðinu allt árið 1990 hvernig hann hefði þegar gengið alveg frá loðnustofninum í Barentshafi og étið þar UPP alla síld og rækju. Einnig allan smáþorsk svo að ekkert '>Eri eftir af árgöngunum 1984-89. Væri hann nú farinn að éta upp sjálfan sig engum til gagns. Norðmenn hlustuðu ekki á slíkar óábyrgar kenningar, en helminguðu sóknina í skyndi í kjörsókn þrátt fyrir öll háværu mótmælin um að þ‘>r með væri öllum grundvelli kippt undan byggð í Norð- Ur-Noregi. Þannig gátu þeir notað þennan sterka árgang til að byggja þorskstofn sinn upp svo hann fór og fer nú hratt vaxandi og hefur víst ekki verið stærri í áratugi. ^ið átturn einnig risasterka árganga 1983 og 1984 og gullið tækifæri í annað sinn á rúmum áratug til að byggja ^ratt upp þorskstofninn. Á þessari öld hefur önnur eins tveggja ára nýliðun (674 milljón þriggja ára fiskar) aðeins se'st 4 sinnum að því er ég best fæ séð, þ.e. 1972-73, 1949-50, 1944-45 og 1922. í skýrslu Hafró var bent á það þegar árið 1986 að nú væri lag til að rétta stofninn við. oknin var hins vegar aukin í íjórfalda kjörsókn svo þorsk- st°fn okkar er nú minni en nokkru sinni fyrr og hröð upp- tygging hans er ekki lengur möguleg. við veriö aö byggja upp þorskstofninn? yið ættum ekki að reyna að sannfæra okkur sjálf um að seum nú loks að byggja upp þorskstofninn og eftir 2-3 ar verði afrakstursgeta hans komin í lag eins og skilja mátti a stefnuræðu forsætisráðherra nýlega. Bjartsýni er oftast til °ta en eí fiskifræðingar gefa ráðamönnum ástæðu til að ll'tla að minnkun þorskstofnsins sé aðeins tímabundið Vandamál þá er það hvati til skammtíma „lausna“. Ríkis- s)óður ráðgerir t.d. að taka alls rúmlega 51 milljarð króna a láni á næsta ári. Það er helmingi meira en verðmæti alls P°rskaflans upp úr sjó og jafngildir milljón krónum á erja 5 manna fjölskyldu í landinu. Sú umboðslausa lán- ta a leysir ekki vanda þessara fjölskyldna en færir frá þeim attlausar margmilljarðatekjur til fjármagnseigendanna. . 1 htnsfjáreftirspurn er heldur ekki líkleg til að lækka vext- Ua og létta almenna vaxtabyrði fjölskyldnanna í landinu. a da menn að börnin okkar geti borgað öll þessi lán af kandi þorskstofni, eða varðar engan um afkomu þeirra? oniandi kynslóðir ættu að banna ríkissjóði allar lántökur ^ lr höfuð, innlendar sem erlendar. Vanti hann pening er "tfitldast og réttlátast að prenta þá eða skattleggja meira rUverandi kynslóð í stað þess að velta vandanum yfir til rarntíðar nteð ofveiði eða erlendum lántökum. Hvenœr kemur betri tíö? Að vísu bætist við veiðistofninn á næsta ári næststærsta klak síðustu 7 ára. Það eru þó ekki nema 150 milljónir ný- liða og núverandi (óhagkvæma) sóknarmynstur gefur að- eins 1,6 kg á hvern þeirra, alls 240 þús. tonn. Ætlunin er að veiða 205 þús. tonn, en þar við bætast þau 26 þús. tonn sem afgangs eru frá síðasta veiðiári svo leyfilegur þorskafli á fiskveiðiárinu er 231 þús. tonn.* Verði engu hent og ekki veitt fram yfir úthlutaðan kvóta gæti vöxtur stofnsins þá orðið 9 þús. tonn. Með slíkum vexti tæki það aldir að stækka stofninn eins og með þarf. Þetta eru mjög einfald- aðir reikningar en skýrsla Hafró sýnir nákvæmlega sömu niðurstöðu. Við 231 þús. tonna veiði 1993 stækkar stofn- inn um 9 þús. tonn, við 175 þús. tonna veiði 1994 stækkar stofninn um 7 þús. tonn. Þetta er nú öll uppbyggingin og skýrsla Hafró sýnir einnig að hrygningarstofninn minnkar þá talsvert á næstu tveimur árurn sem hann mátti síst af öllu við. Ég óttast líka að miklu verði hent og að veiðistofn þorsksins sé ofmetinn og stækki í reynd ekkert um þessa óveru. Grænlandsgangan stöðvaði ekki hrun stofnsins og ég tel að það haldi áfram 1993 og 1994 þrátt fyrir það að þessi ár bætist í veiðistofninn tveir stærstu árgangar síðustu sjö ára (klökin 1989-90 eru nú áætluð 305 millj. þriggja ára fiska). Lengi getur vont versnað Eftir það eru verri klök í vændum og þá má fara að af- skrifa hlutdeild þorsksins í þjóðarbúskapnum. Árgangurinn frá 1991 gæti reynst sá minnsti sem sögur fara af síðan 1946, en sá árgangur hvarf sennilega í gin stóra bróður frá árinu áður. Ovíst er líka að Alþjóðahafrannsóknarráðið taki jafn létt á því og íslenskir fiskifræðingar að leyfðar skuli veiðar á hálfu meira af þorski 1993 en það lagði til. Ætli okkur verði ekki bannað að veiða þorsk eins og Færeying- um. Öllu heldur má búast við að okkur verði fyrirskipað að henda hverjum þeim þorski sem í veiðarfærin slæðist. Það verður ekki hægt að friða þorskinn nema friða aðra botn- fiska líka enda ekki ástæða til annars. * Mér hefur nú orðið ljóst að þessi tala er mjög vanmetin. Því að við úthlutun kvótans er ekki gert ráð fyrir afla krókabáta. Leyfilegur afli ársins er því urn 18 þús. tonnum hærri eða nálægt 250 þús. tonnum. 3. TBL. 1993 ÆGIR 149

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.