Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1993, Qupperneq 32

Ægir - 01.07.1993, Qupperneq 32
„Annars vegar veldur sú mikla pressa sem við vinn- um undir í þessari stofnun því, að menn vanda sig við nánast hvert orð sem sagt er og skrifað." „Éggœti trúað að nýting loðnu eða loðnuafurða til að fóðra eldisfisk vœri lang- hagkvœmasta leiðin sem við þekkjum nú til þess að nýta hana." „Ég held nú að reynslan sýi11 að það er ekki unnt að veiða meira afþorski en nú er gen- Það hefur verið úthlutað ha1111 kvótum, langt umfrarn þw sem eðlilegt er ineð hliðsjón <lf ástandi þorskstofnsins." Stoppa þarf í götin Þar með berst talið að nýjustu ákvörðunum sjávarút- vegsráðherra um aflaheimildir á komandi fiskveiðiári. „Þaö kemur fram í skýrslunni okkar aö viö gerum ráö fyrir aö mjög lélegur árgangur komi inn í þorsk- stofninn og aö veiöistofninn, þ.e. fjögurra ára þorskur og eldri, muni minnka ef veitt verður meira en 150 þúsund tonn á næstu tveimur árum. Aö vísu ekki stór- kostlega miðað við þær ákvarðanir um veiðar sem nú hafa verið teknar, en þó verður aö hafa í huga aö enn á eftir aö ganga frá ýmsum framkvæmdaatriðum. Enn á eftir að stoppa í helstu götin á núverandi kerfi, eink- um er snertir afla krókaveiðibáta, línutvöföldun og til- færslu frá þessu fiskveiðiári yfir á hið næsta. Enn er þeirri spurningu ósvarað hver áhrif þessi atriði munu hafa á þorskveiðarnar á næsta ári. Reynslan hefur sýnt að þessi göt hafa valdið því að afli hefur farið verulega fram úr því sem stjórnvöld hafa ákveöið. Að því er varðar þorskveiðiheimildirnar á næsta fiskveiðiári er því best að hafa það heilræði að lofa dag að kvöldi og mey að morgni og sjá til hvernig til tekst." Ekkert öruggt samband milli ástands sjávar og nýliöunar þorsks Niðurstöður vorleiðangurs Hafrannsóknastofnunar gefa til kynna að ástand sjávar sé gott, þriðja árið í röð. Alítur Jakob að við getum vaenst þess að þetta góða ár- ferði nýtist okkur áþreifanlega á nœstunni? „Því miður hefur ekkert öruggt samband fundist á milli ástands sjávar og nýliðunar þorsks. Hins vegar hefur oft hist þannig á að í köldum árum hafa árgang- ar verið lélegir. Þó er það nú fyrst og fremst, að þvi er okkur virðist, ástand loðnustofnsins sem hefur áhrif a vaxtarhraða þorsksins. Núna er mikil loðna í sjónuni/ einnig mikil áta, og við sjáum ekki fram á annað en þorskur ætti að dafna og braggast vel. Við megum þ° ekki gleyma því að árið 1991 var bæði hlýtt og gott ar. Engu að síður fengum við mjög lélegan þorskárgang, meira að segja hinn versta sem komið hefur í langan tíma. Það var ekki síst þessi reynsla sem vakti ugg 1 brjósti okkar og verulegar áhyggjur af hrygningar- stofninum." Sveiflur í loðnunni af nátfúrulegum ástœðum Hvað er það sem veldur þessum miklu sveifluni í l'f' ríki hafsins og fiskstofnunum. Sveiflum sem virðast stöðugt fara stœkkandi? „Ef við tökum loðnustofninn fyrst, þá held ég að sveiflurnar í honum séu einfaldlega af náttúrulegum ástæðum. Þetta er skammlíft kvikindi sem oftast verð- ur ekki nema þriggja ára og stundum fjögurra. I algjór- um undantekningartilvikum fimm ára. Eðli málsins samkvæmt eru árgangarnir mjög missterkir og þegar stofninn er samsettur af einum og að litlu leyti tveim- ur árgöngum er eðlilegt að sveiflurnar séu miklar vegna þess að ekki er mögulegt að nýta fleiri árganga til þess að jafna út náttúrulegar sveiflur sem ævinleg3 eru í stærð árganganna." 310 ÆGIR JÚLÍ 1993

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.