Ægir - 01.07.1993, Side 40
NÝR TÆKJASALUR
Frá tæknideild Þjónusta tœknideildar
I febrúarblabi Ægis var fjallað um
verölagningu á mælingaþjónustu
tæknideildar og þess getið í þeim
pistli að verið væri að skapa nýja
tækjaaðstöðu innan veggja Fiskifélags-
ins fyrir deildina. Aöstaða þessi var
tekin í notkun í febrúar-mars og hef-
ur þegar sannað ágæti sitt.
Sem kunnugt er var eldri aðstaða
deildarinnar, tveir samtengdir salir um
60 m2, tekin af henni síðla sumars á sl.
ári vegna útleigu á húsnæði (sjá 8.
tölublað Ægis 1992). í framhaldi af því
stöðvaðist þjónusta deildarinnar á
sviði mælinga næstu sex mánuðina
þar til ljóst var að áhugi var fyrir
hendi að taka hana upp að nýju.
Ný aöstaöa
Ný aöstaða er fyrrum geymsluher-
bergi fyrir útgáfustarfsemi Fiskifélags-
ins, þ.e. eldri árganga af Ægi, Sjó-
Starfsmaður í tœknideild, mannaalmanaki o.þ.h. Skipulagi á
Stefán Kárason, vinnur við geymslu pappírs var breytt þannig að
prófanir á mœlitœkjum. umræddum lager af eldri útgáfu var
komið fyrir í geymslu úti í bæ,
þannig að ákveðið upplag væri tiltíekt
á staðnum. Umrætt geymsluherberg1
er 25 m2 að stærð og því tæple§a
helmingur af flatarmáli eldri aðstöðu-
Þótt aðstaðan sé mun þrengri heh>r
með góbri skipulagningu tekist aö
skapa viðunandi aðstöðu. Þá hefur
það náðst, sem er hvab mikilvægast'
að halda abstöðunni innan vegg)a
Fiskifélagsins.
Nýja abstaðan býður upp á Þa
möguleika sem þurfa að vera fyrir
hendi til að sinna slíkri starfsemi, el1
þetta má nefna:
* Aðstaða til þróunar og smíði nýrra
tækja.
* Aðstaða til prófunar á tækjum-
* Aðstaða til viðhalds á búnaði.
* Aðstaða til geymslu á tækjum
búnaði.
* Aðstaða til pökkunar á búnaöi
vegna mælingaferða.
í sumurn mælingum þarf að taka
með búnað, allt að 200 kg, og er æski-
legt ab hafa gott aðgengi vegna flutn
ings úr húsi og er það fyrir hend1-
Vinna við þróun búnaðar hefur veriö
tekin upp að nýju eftir að hafa veriö
lögð til hliðar.
Breyting til batnaðar
Þegar heildarhagsmunir Fiskifélags'
ins eru skoðaðir var það rétt skref se111
nýkjörin stjórn steig með þeiU1
ákvörðun að leysa húsnæöisvandaniál
tæknideildar á þann hátt sem gert var-
Ekki hafa skapast vandamál vib að
afgreiba beiönir þar sem óskab hefut
verið eftir því að fá, sem dæm1'
gamlan Ægi keyptan og ennþá hefur
ekki þurft að fylla upp. Aftur á mó11
hefur umfang mælingastarfseminnar
síðustu fjóra mánuði, um 10 mælinS'
ar, sýnt þörfina fyrir þessa starfsem1
og hún verður ekki rekin án viðurl'
andi aðstöðu.
318 ÆGIR JÚLÍ1993
ÆGIR JÚLÍ1993 3l8J