Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Blaðsíða 6
miklu leyti þessar athafnir lýsa islenzkum þjóðarein-
kennum, er nauðsynlegt að athuga, hvað aðrir þjóðflolck-
ar gerðu, sem höfðu svijrnð vald, og hafa það til hlið-
sjónar, þegar á Islendinga er litið.
Hér skal aðeins stiklað á stærstu steinunum.
Þjóðverjar settust að í N}'rja Skotlandi fyrir meira en
tveimur öldum. Þeirra meginafrelc var að smíða for-
kunnargóð seglskip, og urðu þeir frægir fvrir.
Frakkar mynduðu nýlendur víða, en um langt skeið
lögðu þeir aðaláherzlu á dýraveiðar.
Indíánum hafa verið veitt ótal „reserve“ eða „einka-
þing“, en þeir hafa aldrei reynt að koma á sjálfstjórn
í þessum þingum.
Aðal mismuninn má sjá í athöfnum Mennoníta, sem
fengu sama vald og Islendingar og á sama tima. Menn-
onítar flutlu til Kanada frá Mið-Evrópu og eru uppruna-
lega frá Hollandi. Þeir voru og eru Anabaptistar, hinir
ströngu Mótmælendur, sem mótmæla ekki aðeins stefnu-
skrá kaþólsku kirkjunnar, heldur og öllum þjóðkirkjum.
Þegar Mennónítum var afhent þetta stjórnarvald, var
það eitt, sem þcir skipuðu í öndvegi, en það var við-
hald hinnar sérstöku trúar og viðleitni i þá átt að sjá
svo um, að afkomendur þeirra glötuðu henni ekki. Lærð-
ur Bandarikjamaður, E. K. Francis að nafni, ritar á
þessa leið:
„Mennónítar líta svo á, að frelsi einstaklingsins sam-
kvæmt lýðræðiskenningunni megi sin lítils og létu sig
það frelsi litlu skipta, en þeim var mjög annt um, að
hópurinn sem heild hefði ótakmarkaðan rétt til þess að
útheimta stranga trúarhlýðni af hverjum einstaklingi.11
Nú skal aftur vikið að laga- og lands-réttindum þeim,
sem íslenzka hópnum voru veitt 8. október 1875.
Landið, sem Islendingar fengu, var hluti hins mikla
landflæmis i Vestur-Ivanda, sem kallað var North-West
Territories. Suðurlandamæri þessa einka-þings voru þau
sömu og norður-landamæri Manitoba, eins og þau voru
4
Tímarit lögfræðinga