Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 50
A VIÐ OG DREIF Frá Háskólanum. Kandidatspróf í lögfrœði. í 2. hefti árgangsins 1962 eru taldir 14 kandidatar, er lokið hafa lagaprófi. Þess hefur láðst að geta, að próf þessi voru þreytt í janúar og maí 1963. Þess má og geta, að í almennri lögfræði luku 4 prófi í jan- úar og 6 í maí 1963. í maí 1963 luku 17 stúdentara fyrra hluta prófi. Nýir hæstaréttarlögmenn 1963. (Dagsetningar eru dagsetningar leyfisbréfa). Ingi Ingimundarson 8. apríl. Var um stund fulltrúi sýslu- mannsins í Dalasýslu, þá bæjaríógetans í Hafnarfirði og síðar sakadómara í Reykjavík. Hsfur síðan stundað málflutning og rekur málflutningsskrifstofu hér í bænum. Árni Gunnlaugsson 8. apríl. Hefnur stundað málflutning í Hafnarfirði og rekur þar málflutningsskrifstofu. Jón Hjaltason 15. júní. Var um .stund fulltrúi hjá bæjar- fógetanum í Vestmannaeyjum. Síðar gerðist hann lögfræðingur Vestmannaeyjakaupstaðar og rekur jafnframt sjálfstæða mál- flutningsskrifstofu. Örn Clausen 15. júní. Hefur stundað málflutning hér í borg- inni og rekur málflutningsskrifstofu í félagi við konu sína, Guðrúnu Erlendsdóttur héraðsdómslögmann. Jóhannes Lárusson 13. febrúar. Hefur stundað málflutning. Hann rekur málflutningsskrifstofu og fasteignasölu. Sigurður Hafstað 14. ágúst. Hefur að kandidatsprófi loknu starfað í utanríkisþjónustunni bæði erlendis og í utanríkisráðu- neytinu. Er deildarstjóri í því ráðuneyti. Vagn Jónsson 12. september. Hefur lengi stundað málflutn- ing og fasteignasölu og rekur skrifstofu því .skyni. 48 Tímarit lögfræðincja

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.