Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Blaðsíða 30
að skuldajöfnuði í andvirÖinu og fengið kröfu sína
greidda með þeim liætti, sbr. Hrd. VI, bls. 23.
Sé mjög mikill kostnaður eða verulegt óhagræði sam-
fara áframhaldandi vörzlu eða geymslu haldbundinnar
eignar, virðist ekki óeðlilegt, að haldsmaður hafi rétt
til sölu, er langur tírni er liðinn frá þvi hann innti þjón-
ustu sína af hendi, og eigandi gerir ekki skil þrátt fyrir
ítrekaðar áskoranir,, vitjar t. d. ekki viðgerðra hluta á
viðgerðarverkstæði, sbr. Hrd. IX, bls. 759. Ætti þá vörzlu
maður sjálfsagt áfram lialdsrétt í andvirðinu. Hér um
munu ekki fastmótaðar reglur. Sé sala haldbundinna
muna heimil samkvæmt framansögðu, á hún að fara
fram á opinberu uppboði, sbr. 2. tölul. 1. gr. 1. 57/1949.x)
Gjaldfallin skuldabréf gæti haldsmaður vafalaust inn-
heimt og fengið síðan fullnustu með skuldajöfnuði.
Þegar um samningsbundinn haldsrétt er að ræða, get-
ur svo verið samið um, að hann skuli heimill, þó að kraf-
an, sem tryggja á, sé ekki komin í gjalddaga. Að því er
hinn lögákveðna haldsrétt varðar, og þar sem á annað borð
er um lögvarða kröfu að ræða, mvndi það hins vegar
vera skilyrði, að krafan sé fallin í gjalddaga. Ef halds-
réttarhafi hefur gefið gjaldfrest, en eigandi síðan verður
gjaldþrota, áður en frestur er á enda, gæti þó haldsréttar-
hafinn sennilega, þrátt fyrir það, að öðrum skilyrðum
fullnægðum, beitt baldsrétti, þangað til greitt væri eða
fullnægjandi trygging sett.
VI. Það hefur þótt nokkrum vafa undirorpið, hvort haldi
á eign yrði afstýrt eða það fellt niður, með því að setja
tryggingu. í Danmörku virðast skoðanir fræðimanna
hafa vexúð skiptar um það efni. Torp taldi á sínurn tima
slíkt með öllu útilokað.* 1) Vinding Ivruse er aftur á móti
1) 1 dómi Hæstaréttar í VI. b., bls. 23, var þó talið nægilegt,
að haldsréttarhafi sannaði, að hann hefði selt fyrir hæsta fáan-
iegt verð, þó að sú sala færi ekki fram á opinberu uppboði,
en það var áður en lög 57/1949 voru sett.
1) Torp, Dansk Tingsret, bls. 767—68.
28
Tímarit lögfræðinga