Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 46
skvlda afnumin sem kosningarréttarskilyrði, sbr. lög nr.
28/1915, 1. gr. i.f.).
3. Þurrabúðarmenn, sem gjalda til sveitar a.m.k. 8
kr. Rýmkað með stjórnskipunarlögum nr. 16/1903. Fellt
niður með stjórnskipunarlögum nr. 12/1915. (Otsvars-
skylda afnumin sem kosningarréttarskilyrði, sbr. lög nr.
28/1915, 1. gr. i.f.).
4. Embættismenn. Fellt niður með stjórnskipunarlög-
um nr. 12/1915.
5. Menn með lærdómspróf. Fellt niður með stjórn-
skipunarlögum nr. 12/1915.
Öll þessi skilyrði voru miðuð við, að um karlmenn
væri að ræða, en með stjórnskipunarlögum nr. 12/1915
var kveðið svo á, að konur skyldu einnig fá kosningar-
rétt. Aldursskilyrði þau, sem þá voru sett, voru afnumin
með stjórnarskrá nr. 9/1920.
6. 25 ára aldur. Lækkað í 21 árs aldur með stjórn-
skipunarlögum nr. 22/1934 og er þannig í 33. gr. stjórn-
arskrárinnar nr. 33/1944.
7. Öflekkað mannorð. Óbreytt í núverandi stjórnar-
skrá, sbr. 33. gr. Þetta skilvrði var einnig í 4. gr. Al-
þingistilskipunarinnar frá 8. marz 1843.
8. Heimilisfesti í kjördæmi 1 ár. Afnumið með
stjórnskipunarlögum nr. 22/1934.
9. Ráð fjár síns. Þessi orð voru skilin svo, að þau
fælu í sér, að maður yrði hvorttveggja að hafa fjárræði
og búsforræði, þ. e. hann mátti ekki vera sviptur umráð-
um bús sins vegna gjaldþrots (sbr. Ólafur Jóhannesson,
Stjórnskipun Islands, bls. 194—195 og Lárus Bjarnason,
Stjórnlagafræði, bls. 151 o. áfr., svo og ákvæði kosninga-
laga, sem talin eru hér að framan neðanmáls.)
Þetta skilyrði var rýmkað með stjóx-nskipunarlögum
nr. 22/1934 þannig, að fjárræði eitt var gert að skilyrði
fyrir kosningarrétti, og er þannig í 33. gr. stjórnarskár-
innar nr. 33/1944.
44
Timarit lögfrœðinga