Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Blaðsíða 19
rannsakað, hversu mikið kveður að þvílíkum samnings-
ákvæðum hcr á landi. Líklega eru þau fremur fátíð, enda
eru taldar líkur fvrir því, að um handveð sé að ræða,
ef verðmæti eru fengin kröfuhafa í liendur „til trygg-
ingar“ kröfu hans, og eigi kveðið nánar á um það.x)
Handveð er betri trvgging fvrir kröfuhafa, þar eð það
veitir honum rétt til að leita fullnustu í veðinu, en skil-
yrðin fyrir stofnun samningshundins haldsréttar og hand-
veðs eru á hinn bóginn þau sömu. Samkvæmt þvi verða
ákvæði löggernings um haldsrétt almennt að vera skýr
og ótviræð.
Um efni haldsréttarins og lögvernd haldsréttarhafa
myndu hér gilda sömu reglur, eins og þegar um hinn
svokallaða lögákveðna haldsrétt er að ræða, enda sé eigi
á annan veg mælt fyrir í löggerningi þeim, er kveður
á um haldsréttinn.
Það er skilyrði samningsbundins haldsréttar, að halds-
réttarhafinn hafi eða fái við löggerninginn vörzlur
þeirra verðmæta, sem honum er veittur haldsréttur í.
Það er þó eigi svo að skilja, að nauðsynlegt sé, að halds-
maður hafi sjálfur persónulega vörzlur eignarinnar, held-
ur nægir, að annar maður fari með umráð hennar í um-
boði haldsréttarhafa. Þó dygði það ekki til stofnunar
haldsréttar, að eigandi sjálfur tæki að sér varðveizlu
haldbundinnar eignar í umboði haldsréttarhafa. Koma
hér yfirleitt svipaðar reglur til greina, að því er vörzl-
urnar varðar, eins og þegar um handveð er að ræða.
B. Viðurkennt er, að haldsréttur geti átt sér stað, án
þess að hann sé sérstaldega heimilaður i löggerningi.
Er þá talað um lögákveðinn haldsrétt. Lagaákvæði, er
beinlínis heimili haldsrétt, eru að vísu fremur fátíð. Helzt
er slík fyrirmæli að finna um afnota- eða þjónustugjöld
opinberra fyrirtækja, þó að nú orðið séu þar revndar
oftast nær heimiluð önnur úrræði, svo sem lögveðsrétt-
1) Sbr. Ólafur Lárusson, Veðréttur, bls. 55.
Tímarit lögfræðinga
17