Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Blaðsíða 22
varzlan og þjónusta sú, sem í té er látin, eigi á tilmæl- um eiganda eða hans umboðsmanns, heldur á öðrum atvikum, stofnast eigi haldsréttur, nema þau atvilc séu fyrir hendi, er siðar greinir, sbr. 2 og 3 hér á eftir. Loks er það skilyrði, að greiðsla sú, sem haldsréttur á að trvggja, sér endurgjaldskrafa fvrir þá umbeðnu þjón- ustu, sem í té er látin, sé t. d. viðgerðarkostnaður, gejunslugjald o. s. frv. Þó að vörzlumaður eigi kröfu á liendur eiganda hlutar, en sú krafa er sprottin af allt öðrum lögskiptum en þeim, sem vörzluna varða, þá er sú krafa ekki nægileg heimild til haldsréttar. Viðgerðar- manni er t. d. óheimilt að leggja hald á hlut, sem hann hefur til viðgerðar, til tryggingar greiðslu á húsaleigu, vöruúttekt eða skaðabótum, er hlutareigandi skuldar hon- um. Segja má, að í þessu tilviki, sé grundvöllur halds- réttarins fyrst og fremst beiðnin um tiltekna þjónustu vegna ákveðinnar eignar. Má ef til vill skoða haldsrétt- inn sem eins konar naturale negotii í þeim löggerning- um, sem liér er um að ræða. Það er engum efa undir- orpið, að í þessum tilfellum gætir haldsréttar eða öllu heldur áhrifa haldsréttarheimildarinnar raunverulega all- mikið í hinu daglega lífi, enda þótt sjaldnast komi til kasta dómstóla af þeim sökum. 2. Hafi maður gert nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afstýra verulegum spjöllum eða eyðileggingu á eign annars manns, á hann samkvæmt eðli máls, haldsrétt í þeirri eign til tryggingar endurgreiðslu þess, er hann hefur lagt í sölurnar hennar vegna, enda hafi eigandi sjálfur ekki getað gætt réttar síns og gert viðeigandi ráðstafanir.* 1) Sama máli gegnir um endurbætur eða viðgerð á eign, sem eru alveg óhjákvæmilegar til þess eiganda væri ekki til að dreifa, en þar var talið, að flutnings- maður hefði ekki komizt hjá að veita vörunum móttöku til upp- skipunar. 1) Sbr. hér til athugunar Hrd. III, bls. 194, sem gengur e.t.v. nokkru lengra en hér er ráðgert. 20 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.