Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 22
varzlan og þjónusta sú, sem í té er látin, eigi á tilmæl- um eiganda eða hans umboðsmanns, heldur á öðrum atvikum, stofnast eigi haldsréttur, nema þau atvilc séu fyrir hendi, er siðar greinir, sbr. 2 og 3 hér á eftir. Loks er það skilyrði, að greiðsla sú, sem haldsréttur á að trvggja, sér endurgjaldskrafa fvrir þá umbeðnu þjón- ustu, sem í té er látin, sé t. d. viðgerðarkostnaður, gejunslugjald o. s. frv. Þó að vörzlumaður eigi kröfu á liendur eiganda hlutar, en sú krafa er sprottin af allt öðrum lögskiptum en þeim, sem vörzluna varða, þá er sú krafa ekki nægileg heimild til haldsréttar. Viðgerðar- manni er t. d. óheimilt að leggja hald á hlut, sem hann hefur til viðgerðar, til tryggingar greiðslu á húsaleigu, vöruúttekt eða skaðabótum, er hlutareigandi skuldar hon- um. Segja má, að í þessu tilviki, sé grundvöllur halds- réttarins fyrst og fremst beiðnin um tiltekna þjónustu vegna ákveðinnar eignar. Má ef til vill skoða haldsrétt- inn sem eins konar naturale negotii í þeim löggerning- um, sem liér er um að ræða. Það er engum efa undir- orpið, að í þessum tilfellum gætir haldsréttar eða öllu heldur áhrifa haldsréttarheimildarinnar raunverulega all- mikið í hinu daglega lífi, enda þótt sjaldnast komi til kasta dómstóla af þeim sökum. 2. Hafi maður gert nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afstýra verulegum spjöllum eða eyðileggingu á eign annars manns, á hann samkvæmt eðli máls, haldsrétt í þeirri eign til tryggingar endurgreiðslu þess, er hann hefur lagt í sölurnar hennar vegna, enda hafi eigandi sjálfur ekki getað gætt réttar síns og gert viðeigandi ráðstafanir.* 1) Sama máli gegnir um endurbætur eða viðgerð á eign, sem eru alveg óhjákvæmilegar til þess eiganda væri ekki til að dreifa, en þar var talið, að flutnings- maður hefði ekki komizt hjá að veita vörunum móttöku til upp- skipunar. 1) Sbr. hér til athugunar Hrd. III, bls. 194, sem gengur e.t.v. nokkru lengra en hér er ráðgert. 20 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.