Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Blaðsíða 14
heimili — í háskólanum. Þaðan útskrifast lærðir menn,
sem verða merkisberar alls þess, sem þér finnst vera
að evðileggjast.“
Hann hikaði og sagði svo: „Þetta er eina leiðin, þú
mátt skrifa mig niður fyrir $ 1000.00.“
Þetta er saga margra íslendinga vestra. En sjálfsagt
er að viðurlcenna, að íslenzkudeildin er ekki það eina,
sem heldur við því bezta í íslenzkum erfðum. En út í
það er ekki hægt að fara í þetta sinn.
Hvað rithöfundarnir segja.
Nú, og þetta er síðasta myndin, sem ég vil bregða upp
fyrir ykkur: Ég vil vitna til okkar rithöfunda, höfuð-
skáldsins Stephans G. Stephanssonar og lærdómsmanns-
ins Guttorms Guttormssonar. Báðum var augljóst, hvað
væri í vændum, háðir sáu í hvaða átt var stefnt, en —
og það er hið veigamesta — háðum var augljóst, að Is-
lendingum vestan hafs yrði litið um öxl og að þeir myndu
gera það um ókomnar tíðir.
Vitnað skal í ritgerð eftir Guttorm, sem birtist í bók-
inni „Vestan um haf“, og gefin var út árið 1930. Gutt-
ormur segir meðal annars:
„Ef vér viljum, að eitthvað íslenzkt fái að lifa hér,
þá þurfum við að gjöra sjálfum oss sem allra glögg-
asta grein fyrir því, hvað það er, sem lifgjafar er
vert .... „Landi þessu skuldum vér í einu orði það,
að vera hérlendir i orðsins bezta skilningi, vér skuld-
um því allt gott og nýtilegt, sem vér eigum, bæði ein-
staklingar og heildin — og einmitt sú skuld er ein
aðalstæðan fyrir því, að vér megum ekki varpa í sorp-
haug glevmskunnar öllu því gulli, sem vér höfðum
með oss frá íslandi ....
„ ... . sannar framfarir eru fólgnar í þroska, en
ekki sviptingu og umróti ....
„Vér Vestur-Islendingar verðum að taka að oss að
halda frændrækninni við i lengstu lög; vera „gamla
12
Tímcirit lögfræðinga