Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 17
réttarstöðu hans hefur e. t. v. ekki verið verðskuldaður gaumur gef- inn. Þá er fjölskyldunni, sem barnið mun fæðast inn í, oft málið skylt. Óviðkomandi aðilar geta einnig átt hagsmuna að gæta, t. d. barnlausir foreldrar, sem fóstra vilja barn foreldrum sínum óvelkomið, eða þá læknastéttin, sem njóta vill starfsfrelsis. Og loks kann þjóðfé- lagsvaldið að telja sér skylt að vernda líf og heilsu borgaranna og við- halda hinu hefðbundna fjölskylduformi. Einnig getur ríkið talið rétt eða skylt að stuðla að eða vinna gegn fólksfjölgun með ströngum eða vægum ákvæðum um fóstureyðingar. Þessir ólíku hagsmunaaðilar eiga augljóslega ólíkra hagsmuna að gæta, sem ekki verður öllum fullnægt í hefðbundnu samfélagi. Því stendur löggjafinn frammi fyrir vanda, sem ekki er eingöngu siðfræðilegur, heldur varðar einnig siðgæði, trú- arskoðanir, efnahagsvandamál og einstaklingsvandamál, læknisfræði- leg, sálfræðileg og líffræðileg vafaatriði og innbyrðis samkvæmni laga- boða. Þau rök, sem mæla með eða móti fóstureyðingum, geta þannig tekið á sig margvíslegar myndir, en of langt mál yrði að gera nánari grein fyrir markmiðum og áhrifum hinna mismunandi löggj afarflokka. Hér verður ekki heldur gerð nein skipuleg grein fyrir muninum á sið- ferðisreglum og lagareglum og tengslum þeirra, enda um erfiða réttar- heimspekileg spurningu að ræða. Lítum þó til glöggvunar á eitt þeirra atriða, sem einkennir muninn á þessum reglum — muninn á viðnámi reglnanna við breytingum. Löggjafinn getur sett eða afnumið bann við fóstureyðingum með formlegri ákvörðun þar að lútandi. En sið- ferðisreglum verður ekki breytt á þennan hátt, við getum t. d. ekki ákveðið, að frá og með næstu Jónsmessu sé manndráp siðferðilega réttlætanlegt.3 Þannig getur verið ósamræmi milli ákvarðana löggjaf- ans og siðfræði hans. Hann gæti fallist á að fóstureyðingar séu sið- ferðilega réttlætanlegar (jafnvel, að konan eigi siðferðilegan rétt á, að ákvörðun hennar um að éyða fóstri sé látin afskiptalaus), en samt ákveðið að setja lög sem bahni fóstureyðingar eða því sem næst. Það gæti í. d. verið gert á þeirri forsendu, að aðgerðin sé hættuleg kon- unni eða þjóðfélaginu, t. d. ef mikil brögð eru að því, að konur verði ófrjóar vegna aðgerðarinnar, eða á þeirri forsendu, að efnahagslífi landsins stafi ógnvænleg hætta af fólksfækkun. Á hinn bóginn kynni svo löggjafinn að vera þeirrar skoðunar, að fóstureyðingar séu sið- ferðilega óréttlætanlegar, en samt ákveðið að setja frjálslega löggjöf, t. d. í því skyni að vinna gegn ólögmætum fóstureyðingum, sem við- gangist þrátt fyrir lagabann. — Slíkar ástæður þóttu vera þungar á metunum, þegar nýju fóstureyðingalögin voru sett á Bretlandi árið 1967, enda hafði þar viðgengist hvers konar fjárplógsstarfsemi undir 15

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.