Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 6
synlegar upplýsingar og skýrslur, er þau beiðast og unnt er að iáta þeim í té, svo sem skýrslur um starfslaun, skuldabréf, vaxtabréf, hlutabréf og arð, um vaxtabréf í bönkum, sparisjóðum og annað því um líkt. Þeir, sem hafa menn í þjónustu sinni, er taka kaup fyrir starf sitt, eru og skyldir að skýra frá því, ókeypis og í umbeðnu formi, hvert kaup þeir greiða hverjum manni þar með talin stjórnarlaun, ágóða- þóknun, gjafir o. þ. h. Nú eru laun greidd fyrir milligöngu annars manns og vinnuveitandi því eigi fær um að láta framangreindar upp- lýsingar í té, og hvílir þá skyldan á milligöngumanni. Fjármálaráð- herra er heimilt að ákveða, að hver móttakandi starfslauna og ann- arra greiðslna, sem fyrirmæli þessarar málsgr. taka til, skuli sýna greiðanda eða milligöngumanni nafnskírteini sitt, svo og að upplýs- ingar greiðanda til skattyfirvalda um nafn, fæðingardag og nafnnúmer hlutaðeiganda skuli vera í samræmi við það, sem stendur á nafnskír- teini þeirra.“ Upplýsingaskyldir aðilar og efni skýrslna Eins og fljótt má sjá, getur greinin varðað fjölmennan hóp ein- staklinga, félaga og stofnana. Upptalningu greinarinnar á þeim aðilum, sem upplýsingaskyldir teljast, er hentugt til betra yfirlits að flokka niður og tilgreina jafn- framt þær skýrslur, sem helst kemur til álita, að skattyfirvöld óski eftir að fá. Að sjálfsögðu verður hvergi nærri um tæmandi upptaln- ingu að ræða. Ármann Jónsson hóf störf hjá skattstofu Reykjavíkur 1951 og hefur starfað þar síðan að undanteknum árunum 1965—1971, er hann hafði málflutning að aðalstarfi. Hann varð hrl. 1966. Grein sú, sem hér birtist, er erindi, sem flutt var á skattaréttarnámskeiði lögfræðinga í nóvember 1972, og með birtingu þess lýkur prentup fyririestra frá námskeiðinu. — Ármann fjallar tiér um almennu regluna í 36. gr. laga nr. 68/1971 og nokkur önnur atriði, sem snerta skýrslugjöf þriðja manns til skattyfirvalda, svo sem frumkvæðisskyldu og þýðingu þagnar- skylduákvæða í lögum. Loks víkur hann að skýrsluformum og að viðurlögum, ef gegn reglunum um upplýsingaskyldu er brotið. 4

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.