Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Page 34
Frá Lögfræáingafélagf Íslands ERFIÐLEIKAR í SKIPULAGSMÁLUM Frá því er sagt á öðrum stað í þessu hefti, að stofnað hafi verið Félag há- skólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og að það hafi sótt um inngöngu í Bandalag háskólamanna (BHM). Nýjar reglur um samningagerð um kjör ríkis- starfsmanna í lögum nr. 46/1973 hafa leitt til þessarar félagsstofnunar, en þær reglur voru rækilega skýrðar í síðasta hefti tímaritsins. Lögfræðingar í stjórn- arráðinu vilja byggja félagið, sem fyrir þá semur, á vinnustaðargrundvelli og ekki fela lögfræðingafélaginu gerð sérkjarasamnings fyrir sig. Mál þetta var rætt á fundi í stjórn lögfræðingafélagsins 6. september s.l. Þá hafa menn úr stjórninni rætt við stjórn hins nýstofnaða félags og við stjórn BHM. Á fundunum hefur því verið haldið fram af hálfu lögfræðingafélagsins, að veiga- mikil rök mæltu þegn því fyrirkomulagi, sem stjórnarráðsstarfsmenn vilja hafa: það veikti lögfræðingafélagið bæði sem stéttar- og fræðafélag og það veikti BHM, þar sem dreifing krafta hlyti einnig að hafa áhrif á heildar- samtökin. Á stjórnarfundinum 6. september var samþykkt að fela fulltrúum lögfræðingafélagsins í fulltrúaráði BHM að leggjast gegn aðild hins nýja félags stjórnarráðsstarfsmanna að bandalaginu. Stjórnarráðsstarfsmenn eru margir lögfræðimenntaðir sem kunnugt er, svo að hér er um mál að ræða, sem varðar mjög Lögfræðingafélag íslands. Aðrir hópar, þar sem lögfræðingar eru fjölmennir, hafa ekki stofnað félög í til- efni hinna nýju reglna um kjarasamninga. Hins vegar hafa nokkrir sýslumenn og bæjarfógetar sagt sig úr lögfræðingafélaginu nýlega, og nokkrir hafa getið þess, að það sé vegna kjaramála. Um kjör þeirra, sem ekki eru í lögfræð- ingafélaginu eða öðru félagi í BHM fer eftir einhliða ákvörðun fjármálaráð- herra, sbr. 4. gr. 2. mgr. laga nr. 46/1973. Þór Vilhjálmsson AÐALFUNDUR Aðalfundur Lögfræðingafélags islands verður haldinn í Lögbergi ki. 17 fimmtudaginn 13. desember. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, þ. á m. lagabreytingar. 32

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.