Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 37
á slíkan frest. Samninganefnd BHM skrifaði síðan fjármálaráðherra bréf, þar sem fallist var á, að veittur yrði frestur til 18. nóvember, enda væri sá frestur fuilkomlega nægilegur, ef samningsvilji væri fyrir hendi. Skömmu síðar voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á kjarasamningalögunum, þess efnis, að kjaradómsmeðferð skyldi frestað til 15. desember 1973 og skyldi Kjaradómur hafa lokið dómsorði á ágreiningsefnið eigi síðar en 15. febrúar 1974. Næsti fundur samninganefnda BHM og ríkisins var haldinn 31. október s.l. Kom þar ekkert nýtt fram af hálfu samninganefndar ríkisins. Þegar þetta er skrifað, 21. nóv., hefur nýr samningafundur ekki verið boðaður. Kröfugerð BHM í heild fylgir hér á eftir. Guðríður Þorsteinsdóttir Kröfugerð og megintillögur um aðalkjarasamning milli Bandalags háskóla- manna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs fyrir tímabilið 1.1. 1974 til 31.12. 1975. I. Fjöldi launaflokka. Launaflokkar félagsmanna BHM verði a. m. k. 14 og auðkennist A1 til A14. II. Meginreglur til viðmiðunar um skipan í launaflokka. BHM telur, að starfsmatskerfi eigi að vera grundvöllur fyrir niðurröðun í launaflokka. BHM fellst á, að starfsmatskerfi BSRB og ríkisins, sem birtist í „Drögum II að starfsmatskerfi", maí 1970, verði að þessu sinni í aðalatriðum lagt til grundvallar við ákvörðun á stigagjöf, enda sé gert ráð fyrir breytingum á starfsheitum og lagfæringum á stigagjöf. Starfsþjálfunarþrep verði felld niður, og starfsþjálfunarstig verði miðuð við við full afköst. Viðurkennd við- bótarmenntun, sem nýtist í starfi, verði metin til stiga. III. Föst mánaðarlaun starfsmanns, sem gegnir fullu starfi, verði sem hér segir miðað við kaupgreiðsluvísitölu = 100, sbr. VIII. gr.: Stigagjöf Launaflokkur Byrjunai 476—500 A1 66.270 501—525 A2 69.768 526—550 A3 73.437 551—575 A4 77.309 576—600 A5 81.385 601—625 A6 85.699 626—650 A7 90.216 651—675 A8 94.972 676—700 A9 99.965 701—725 A10 105.230 726—750 A11 110.800 751—775 A12 116.643 776—800 A13 122.791 801—825 A14 129.278 35

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.