Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 38
Verði stigagjöf starfa hærri en 825 stig, skal bæta við launaflokkum eftir þörfum og á þann hátt, að einn nýr launaflokkur komi fyrir hver 25 stig. Þannig tilkomnir launaflokkar falli að öllu leyti inn í áðurgreint kerfi, hvað mismun í launum milli launaflokka snertir, og taki aldurshækkunum á sama hátt og aðrir launaflokkar. IV. Um starfsaldurshækkanir. Aldurshækkanir verði 6, þ. e. eftir 1 ár, 3, 6, 10, 15 og 20, og hver aldurs- hækkun samsvari hækkun um 1 launaflokk. Sé ráðinn maður í starf hjá ríki, sem unnið hefur hliðstæð störf hjá rfki, sveitarfélögum eða annarsstaðar, fái hann starfsaldur sinn viðurkenndan að fullu. Sé um ólík störf að ræða en ekki hliðstæð, verði heimilt að draga frá allt að tveimur árum vegna þjálfunar í hinu nýja starfi. V. Vinnutími. Almennur vinnutími skal vera 38 stundir á viku. VI. Yfirvinnukaup. Yfirvinnukaup á klst. verði 1/100 af mánaðarlaunum hvers starfsmanns miðað við fullt starf. i sérstökum tilvikum megi semja um fasta mánaðarlega þóknun fyrir yfirvinnu, enda sé þóknunin miðuð við raunhæft mat á fjölda yfirvinnutíma. VII. Vaktaálag. Þeirsem vinna á reglubundnum vinnuvöktum fái vaktafélag. Álagið skal vera 33% af dagvinnukaupi. VIII. Vísitöluákvæði. Greiddar verði fullar verðlagsbætur á ö!l laun eftir kaupgreiðsluvísitölu, sem reikna skal út á þriggja mánaða fresti. Kaupgreiðsluvísitalan breytist í réttu hlutfalli við hækkun framfærsluvísitölu frá byrjun ágúst 1973 og verði reiknuð út frá sömu gögnum og framfærsluvísitalan (kaupgreiðsluvísitala reiknuð út í ágúst 1973 = 100). Verði þó um aukningu fjölskyldubóta að ræða fram til 31.12. 1975 frá því, sem nú er, eða aðrar hækkanir tryggingabóta, sem reiknast kunna sem frádráttarliðir í framfærsluvísitölu, skulu þær bætur ekki lækka laun starfsmanns með meðalfjölskyldu í A5. launaflokki meira en sem nemur tryggingabótum til hins sama. Verði um verulegar breytingar á grundvelli vísitöluútreikninganna að ræða á samningstímabilinu, þannig að kjaraskerðing eigi sér stað, megi BHM krefj- ast endurskoðunar aðalkjarasamnings, og um hana gildi ákvæði 2. mgr. 7. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmann nr. 46/1973. IX. Orlof. Orlof verði 27 dagar eftir 10 ára starfsaldur og 30 dagar eftir 15 ára starfs- aldur. Laugardagar verði ekki taldir með orlofsdögum. Fullt orlof verði reikn- að af allri yfirvinnu. Sé orlof tekið utan venjulegs orlofstíma, fjölgi orlofsdög- um um þriðjung. 36

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.