Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 11
sem eyðublöðin eru gerð fyrir. Þá skal aftur vikið að 1. mgr. 36. gr. Eftir orðalagi málsgreinar- innar virðist áskorun eða tilmæli skattyfirvalda að jafnaði eiga að vera undanfari þess, að upplýsingaaðilar sendi þeim skýrslur, sem ekki tilheyra beinlínis framtali aðilanna sjálfra. Skýrslur um sum þau atriði, sem tilgreind eru í 1. flokki hér að framan, eru þess eðlis að heimta mætti þær með almennri auglýs- ingu. Koma þar einkum til greina skýrslur um hlutafjáreigendur og arðgreiðslur til þeirra, stofnsjóðseigendur í samvinnufélögum og arð- greiðslur til þeirra og enn fremur skýrslur atvinnufyrirtækja um mót- töku innlendra afurða. f framkvæmd er það þó svo, að öllum hluta- félögum og samvinnufélögum eru send skýrslueyðublöð um framan- greint, svo og öllum þeim, sem vitað er að taka á móti innlendum afurðum til sölu. Stundum hefur svo verið gengið eftir skýrslum þessum með auglýsingu. Fleiri dæmi mætti nefna, þar sem koma mætti við innheimtu á skýrslum eftir almennum auglýsingum. 1 þeim dæm- um, sem nefnd voru, kemur auðvitað ekki til greina að spurt sé um nafngreinda aðila. 1 framhaldi af þessu vaknar sú spurning, hversu langt sé hægt að ganga af hálfu skattyfirvalda um kröfur til að fá margs konar upp- lýsingar um ótiltekinn fjölda ónafngreindra aðila. Hér skal ekki farið nánar út í það, en látið nægja að vísa til lokaákvæða 1. mgr. 84. gr. skattreglugerðar nr. 245/1963, en hún er skýringargrein um 36. gr. skattalaganna. 1 reglugerðargreininni segir, að þeir aðilar, sem þar eru nefndir, skuli láta í té þar greindar skýrslur og upplýsingar, bæði almennt og um einstaka gjaldendur, eftir því sem nauðsynlegt verður talið. Beini skattstjóri slíkum fyrirspurnum til aðila utan umdæmis síns, er þó nauðsynlegt, að upplýsinga sé krafist varðandi nafngreinda gjaldendur. Upplýsingaskylda og þagnarskylda Þá skal lítillega vikið að þeirri spurningu, hvort lögboðin þagnar- skylda opinberra sýslunarmanna kunni að standa í vegi fyrir því, að umbeðnar upplýsingar megi veita. 1 lögum um sumar opinberar stofn- anir eru ákvæði, sem banna starfsmönnum stofnananna að skýra óvið- komandi aðilum frá því, er þeir komast að í starfi um hagi manna. Má þar t. d. nefna póstlög og lög um bankana hvern og einn. Tveir athyglisverðir dómar varðandi opinberar stofnanir hafa geng- ið um þetta efni, og verður spurningunni hér að framan, að því er þær varðar, helzt svarað með því að vísa til dómanna. 9

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.