Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 35
Frá Bandalagi liáskólaiiianiia STÖRFAÐ KJARAMÁLUM Hinn 25. maí s.l. veitti fjármálaráðherra Bandalagi háskólamanna formlega viðurkenningu sem ,,heildarsamtökum“ og mun BHM því, í samræmi við 1. mgr. 3. gr. I. 46/1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, fara með fyrirsvar ríkisstarfsmanna innan sinna vébanda við gerð aðalkjarasamnings. Launamálaráð BHM mun fara með umboð bandalagsins til samningagerðar. I því á sæti einn fultrúi frá hverju aðildarfélagi bandalagsins, en þau eru nú 15. Formaður launamálaráðs er dr. Jónas Bjarnason efnafræðingur. Þótt formleg viðurkenning á samningsrétti BHM fengist ekki fyrr en í maí, hófst undirbúningur samninga mun fyrr. Hafa verið haldnir reglulegir fundir hálfsmánaðarlega í launamálaráði síðan í desember 1972, og frá því í júní s.l. hafa verið vikulegir fundir auk fjölmargra undirnefndafunda. í launamálaráði var m. a. fjallað um starfsmatskerfi það, sem stuðst var við í síðustu samningum, og leitað eftir athugasemdum frá hinum aðildarfélög- unum. Þær athugasemdir, sem bárust, fjölluðu aðallega um mat á einstökum störfum, en ekki uppbyggingu sjálfs starfsmatskerfisins. Launamálaráð komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri ráðlegt að hrófla við uppbyggingu kerfis- ins, enda væri það of mikil vinna til þess að henni gæti verið lokið fyrir næstu samninga. Skipuð var undirnefnd til að gera úttekt á þróun launamála á undanförnum árum. Komst hún að þeirri niðurstöðu, að þróunin frá síðustu samningum væri mjög lík þeirri, sem átti sér stað eftir 1963, en sú þróun leiddi til mjög mikils misræmis milli kjara opinberra starfsmanna og launþega á frjálsum vinnumarkaði. Síðustu kiarasamningar opinberra starfsmanna (frá 19. des. 1970) miðuðu að því að leiðrétta þetta misræmi. Þeir samningar hafi ekki staðið við sín fyrirheit. Þannig hafði starfsmaður í 24. launaflokki þann 1. 12. 72, 7,4% lægri laun en kjarasamningarnir áttu að tryggja honum samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar. Þetta byggðist á ýmsum ráðstöfunum, sem höfðu áhrif á kaupgreiðsluvísitölu. Ef miðað er við vísitölu vöru og þjón- ustu, hafði sami starfsmaður 14% lægri laun, en það er nálægt þeirri kjara- rýrnun sem flestir BHM menn hafa orðið fyrir. Á sama tíma uxu þjóðartekjur á mann um ca. 12%. Þá fjallaði nefndin einnig um kauphækkanir á frjálsum vinnumarkaði frá 1971, og komst hún að þeirri niðurstöðu, að þær væru verulegar. Gerð var úttekt á launum háskólamanna á frjálsum vinnumarkaði, og kom í Ijós, að allverulegur munur var á launum þeirra og háskólamanna, sem starfa hjá ríkinu. I kröfum BHM er gert ráð fyrir, að starfsmatskerfi BSRB og ríkisins verði lagt til grundvallar við ákvörðun á stigagjöf einstakra starfa. Þetta felur þó 33

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.