Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 29
kona léði því ekki líkama sinn. En þetta segir hann, að sé ekki sú sið-
ferðisskylda, sem um sé að tefla í fóstureyðingarmálum: þar sé um
að ræða rétt konu til að svipta annan einstakling lífi til að búa ein
að líkama sínum. Brody segir, að við verðum að gera greinarmun á
banninu við að svipta lífi og skyldunni til að bjarga lífi og að síðari
skyldan sé mun veikari en sú fyrri.
En skylda samt, eða hvað? Ef ég stend á tjarnarbakka og tveggja
ára barn álpast út í fyrir framan tærnar á mér, er þá siðferðisskylda
mín til að beygja mig niður og kippa því upp úr eitthvað minni en
skylda mín til að hrinda því ekki út í og hlaupa burt? Ég held ekki,
en alla vega virðast rök prófessors Brody missa marks. Prófessor
Thomson var, eins og við sáum, að bera brigður á það, að bannið við
að svipta saklausa mannlega veru lífi væri einhlítt. Hún sagði, að það
þyrfti ekki að vera siðferðilega rangt að gera eitthvað, sem ylli dauða,
ef athöfnin sem slík væri réttlætanleg vegna markmiðs síns (t. d. að
losa sig við þessa nýrnatengingu til að endurheimta frelsi sitt). Eng-
um væri óskað dauða, þótt slík gæti verið óhjákvæmileg og jafnvel
fyrirsjáanleg afleiðing athafnarinnar.
En þrátt fyrir ofangreind rök, er vafasamt, hvort réttur konu til
líkama síns hrekkur einn og sér til að réttlæta fóstureyðingar, ef fóstr-
ið er manneskja „í sama skilningi og af sömu ástæðum og móðir þess
er manneskja“, eins og Píus XII kvað að orði. Og það er e. t. v. þess
vegna, sem Thomson bætir við hugleiðingum um, hvort það þurfi að
haldast í hendur, að athöfn sé siðferðilega fordæmanleg og að einhver
hafi rétt til, að hún sé ekki framkvæmd. Hún telur, að svo sé ekki og
að ekki sé hægt að leggja siðferðiskyldur á mann, sem krefjist mik-
illa fórna (t. d. að hann fórni heilsu sinni, tækifærum eða öðru sem
varðar hann miklu). Slíkra fórna verði jafnvel ekki krafizt, þótt nauð-
synlegar séu til að halda annarri manneskju á lífi. Það sé bæði rétt
og gott að feta í fótspor „miskunnsama Samverjans“, en ekki skylda.
Þó sé það einmitt slík skylda, sem fóstureyðingalög leggi á konur.
III. Lokaorð
Enn hefur hvorki vizka né lærdómur leikra mann og lærðra um víða
veröld megnað að svara spurningunni um, hvort fóstur sé manneskja,
þannig, að allir megi vel við una. Og þar sem þetta er spurning, sem
krefst ákveðins svars (en ekki forskriftar eða samkomulags) — og
þar sem „réttur til lífs“ getur að auki tekið á sig ýmsar myndir, þá
er erfitt að fallast skilyrðislaust á kaþólsku kenninguna. Fyrir bragðið
er hins vegar eðlilegi’a að íhuga önnur réttindi fólks, sem tvímælalaust
27