Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 36
ekki í sér, að stigagjöf skuli vera sú sama og nú er, en endurmat er verkefni einstakra félaga við gerð sérkjarasamninga. Þá er lagt til, að starfsþjálfunar- þrep verði lögð niður og starfsmaður fari því strax í þann launaflokk, sem starf hans er metið í. Nú byrja menn 1—4 launaflokkum neðar vegna reglnanna um starfsþjálfunarþrep. í launakröfum BHM er gert ráð fyrir tilteknu sambandi milli stigafjölda starfa og launaflokka og milli launaflokka og launafjárhæðar. Störf í efstu launaflokkum eru metin í stigum, en skv. núgildandi kerfi er hætt að meta til stiga í 28. launafiokki. Þá er gert ráð fyrir nýjum launafiokkum, ef stig verða fleiri en 825. I kröfum BHM samsvarar 1. launaflokkur 20. flokki skv. núgildandi kerfi. Bil milli launaflokka er 5,27%. Þar sem reynslan hefur verið sú, að háskólamenn, sem starfa hjá ríkinu, hafa orðið fyrir verulegum kjaraskerðingum vegna ýmiss konar ráðstafana, er hafa haft áhrif á kaupgreiðsluvísitölu, eru í kröfum BHM nú allýtarleg ákvæði um vísitöluna. Er þar reynt að tryggja, að fyrri atburðir endurtaki sig ekki. í kröfum BHM er krafist nokkurrar lengingar orlofs með auknum starfs- aldri. Þá er þess krafist, að laugardagar verði ekki iaidir með orlofsdögum, enda eru þeir nú orðnir almennir fridagar. Þá er krafist 0,25% af launum í orlofsheimilasjóð, svo og stofnframlags í sjóðinn, sem samsvari því, er orlofs- heimilasjóður BSRB hefur fengið hingað til. Kröfur BHM um kauphækkun eru byggðar á þessum rökum: Þegar siðustu samningar voru gerðir í desember 1970, fengu ríkisstarfsmenn ekki kauphækk- un til jafns við frjálsan markað. Uppbótar er þörf vegna vísitöluskerðingar, sem háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn hafa orðið fyrir frá 1970. Afkoma þjóðarbúsins hefur batnað á gildistíma samningsins frá 1970, og að auki skal tekið tillit til afkomuhorfa næstu 2 árin. Er áætlun um það atriði höfð til við- miðunar í kröfugerðinni. Bandalag háskólamanna sagði upp samningum og lagði fram kröfur sínar 1. september s.l. Fyrsti samningafundur var ekki boðaður fyrr en 27. septem- ber, og kom þá ekki fram gagntilboð frá samninganefnd ríkisins. Má segja, að á þessum fundi hafi ekkert markvert gerst. Sáttasemjari ríkisins tók kjaradeiluna til meðferðar 1. október í samræmi við 2. mqr. 12. gr. laga nr. 46/1973. 1. fundur hans og samninganefnda BHM og ríkisins var haldinn 9. októ- ber s.l. Á þeim fundi lagði samninganefnd ríkisins fram tillögur um nokkur minni háttar atriði, en meginatriði krafna BHM fengust ekki rædd. Á öðrum fundi samninganefndanna 17. október s.l. kom fátt nýtt fram, nema að samn- inganefnd ríkisins væri þeirrar skoðunar, að ekki bæri að hafa starfsmats- kerfi til hliðsjónar við ákvörðun launa. Skömmu áður en þriðji fundur aðila var haldinn barst formanni samninganefndar BHM ,,tilboð“ frá samninga- nefnd ríkisins. Var þar boðin 2—4% kauphækkun fyrir háskólamenn, auk þess var þar um nokkrar breytingar á minni háttar atriðum að ræða. Samn- inganefnd BHM samdi þá drög að samningi, þar sem nokkuð var gengið til móts við ,,tilboð“ samninganefndar ríkisins. Þessi drög voru síðan rædd á fundinum, en engin viðbrögð fengust við þeim. Á þessum fundi kom það fram, að BSRB hafði beðið um, að kjaradómsmeðferð yrði frestað til 20. desember og var samninganefnd BHM innt eftir því, hvort hún gæti fallist 34

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.