Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 24
óviðkomandi einstaklingum til að hjálpa, bjarga o. s. frv. eftir atvik- um. Þannig rísa spurningar varðandi viðhald lífs (hafa a. m. k. lág- mark lífsnauðsynja) og uppfyllingu getu manna og óska.15 Samkvæmt þessu er „réttur til lífs“ ekki bara réttur til að vera ekki tekinn af lífi eða til að vera haldið á lífi eins lengi og mögulegt er, heldur einnig réttur til lífs, sem samræmst getur sjálfsvirðingu manna, frelsi frá óþarfa þvingunum, og lífs, sem veitir möguleika til að þroska og nýta þá hæfni, sem einstaklingurinn býr yfir. Með slík sjónarmið að leiðarljósi má færa rök fyrir því, að þegar spurningin um fóstur- eyðingar er annars vegar, verði að láta áþreifanlegar þarfir og ham- ingju þeirra, sem eru óvefengjanlega manneskjur, sitja í fyrirrúmi. Almenn „velferð" hljóti að vera helsta markmið þjóðfélagsins og leiðin til þess sé ekki óvelkomin börn, örvæntingarfullar mæður, fjöl- skyldur stofnaðar vegna óvelkominna barna af örvæntingarfullri móður og tilviljunarkenndum föður. Nú hafa allar rnanneskjur jafnan rétt til lífs, líkama, virðingar o. s. frv., en sú staðreynd kemur ekki í veg fyrir það, að árekstrar verði milli ósamræmanlegra en jafn rétthárra krafna. Þótt við að lokum föllumst á fyrri forsendu kaþólsku kenningarinnar: allt frá getnaði er fóstur í móðurkviði mannleg vera, sem hefur nákvæmlega sama rétt til lífsins og hver önnur manneskja, verðum við því að hug- leiða, hvort lífið eða þörfin til lífs, sem er grundvöllur uppfyllingar allra annarra þarfa, sé tvímælalaust mikilvægust, án tillits til aðstæðna. 3. Er alltaf rangt að deyða mann? Lítum nú á síðari forsendu hinnar kaþólsku röksemdafærslu: þá, að það sé alltaf rangt að svipta beinlínis lífi saklausa mannlega veru. Bannið byggist á því, að ákvörðun, sem gangi gegn frumgæðinu líf, hljóti alltaf að vera röng. Afleiðingar athafnar eða aðgerðarleysis skipti ekki máli um réttmæti ákvörðunar. Veita ber athygli tveim fyrirvörum í banninu. Annars vegar er talað um saklausa mannveru, hins vegar um að svipta beinlínis lífi. Skv. túlkun nútíma guðfræðinga er hver sá „saklaus", sem ekki hefur fyrirgert rétti sínum til lífs með því að fremja svívirðilegan glæp (réttlæting dauðarefsingar). Sá sem ógnar öðrum vitandi vits (og jafnvel óvitandi) er heldur ekki „saklaus", þess vegna er dráp í réttlátu stríði (varnarstríði?) réttlætanlegt. En jafnvel líf þess sak- lausa er ekki og hefur ekki alltaf verið verndað tvímælalaust. Þannig deyja margir alsaklausir í stríði, og líflát þess, sem ógnar óviljandi, 22

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.