Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 26
í veði, jafnvel þótt uppskurðurinn valdi óhjákvæmilega og fyrirsjáan- lega fósturláti. Hins vegar leyfist honum ekki að deyða fóstrið beinlínis í því skyni að bjarga lífi móðurinnar, t. d. með því að brjóta höfuðkúpu þess. Um þessa kenningu er það að segja, að hún er mjög umdeild meðal siðfræðinga, enda kemur hún ekki vel heim við almenna siðferðis- vitund fólks á okkar tímum í öllum tilvikum. Prófessor H. L. A. Hart hefur sagt frá raunverulegu atviki, þar sem hermaður lokaðist inni í brennandi bíl, þannig að vonlaust var að bjarga honurn úr bílnum. Hann kallaði til þeirra, sem hjá stóðu, og bað þá að skjóta sig, áður en hann brynni til bana, og var það gert. Samkvæmt kenningunni um tvennar afleiðingar hefðu þeir, sem hjá stóðu, átt að láta manninn brenna til bana fremur en að skjóta hann, þar sem þeir drápu hann beinlínis í því skyni að lina þjáningar hans (fremur en að lina þján- ingar hans með þeim afleiðingum að hann dæi fyrr en ella, en það er leyfilegt skv. kenningunni).173 Og er þá ávallt rangt að svipta saklausa mannveru lífi? T. d. mann- legt fóstur? Ymis rök hafa verið færð fram gegn svo skilyrðislausu boðorði, m. a. af nytjastefnumönnum, sem segja, að allar athafnir manna eigi að miða að því, að sem flestum líði sem best. Einnig er sagt, að slíkt bann sé ekki réttlætanlegt, ef það krefjist óhæfilega mikilla fórna. Enn er sagt, að „réttur til lífs“ tryggi ekki rétt til hvers konar lífsnauðsynja, og svo mætti lengi telja. Hér verða þessu vanda- máli þó ekki gerð nein fullnægjandi skil, en það er e. t. v. rétt að líta á eina slíka röksemdafærslu, sem byggist á margítrekuðum ábendingum kvenna um, að líkami þeirra tilheyri þeim og þeirra sé rétturinn að ákveða, hvað gei't sé við og hvað gerist í þessum líkama. „Réttur konunnar yfir líkama sínum er ekki tekinn alvarlega, þegar fóstur- eyðingar eru annars vegar“, segir bandarískur heimspekingur, Judith Jarvis Thomson, prófessor við Tækniháskólann í Massachusetts, „held- u'r er réttmæti fóstureyðinga jafnan dæmt út frá því hvað þriðji maður má eða má ekki gera, en í slíkri röksemdafærslu felst skerðing á rétti kvenna“. 1 merkilegri grein sinni um efnið18 bregður hún upp eftirfarandi mynd til að kynna lesandann fyrir vandamálinu: Einn góðan morgun vaknarðu í rúminu hjá meðvitundarlausum fiðluleikara. Frægum meðvitundarlausum fiðlusnillingi. Það hafði komið á daginn, að hann væri með banvænan nýrnasjúkdóm, svo að Félag tónlistarunnenda brá skjótt við og komst að því, að þú værir sá eini, sem hefðir réttan blóðflokk og gætir hjálpað. Þér var því rænt í gærkvöldi og þú tengdur við fiðlusnillinginn til þess að þín nýru gætu hreins- að eitrið úr blóði hans samtímis þínu eigin. Yfirlæknir spítalans kemur nú inn og segir: „Sjáðu til, okkur þykir þetta leitt, en það var Félag tónlistarunnenda, sem gerði þér þennan óleik. Við hefðum aldrei leyft það, hefðum við vitað af því. En nú 24

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.