Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 41
2. Að þeir félagsmenn, sem þess ættu kost, gerðust meðlimir í fagfélögum innan Bandalags háskólamanna, eða a. m. k. að kjaradeildum viðkomandi félaga. 3. Að stofnað yrði sérstakt félag háskólamanna innan stjórnarráðsins, sem sækti um aðild að BHM, eins og nú hefur verið gert. 4. Að háskólamenn stæðu utan við bæði samtökin svo sem gert er ráð fyrir í 2. málsgr. 4. greinar laga nr. 46/1973. Um þessa valkosti er það að segja, að sá fyrsti er ekki beinlínis eðlilegur sem framhald á þeirri þróun samningsmálanna, sem orðið hefur. Þó hefur hann þann kost, að þá gætu félagsmenn verið áfram í Starfsmannafélagi stjórnarráðsins, en mörgum þykir sárt að þurfa að segja sig úr því. Um annan valkostinn gildir það, að samkvæmt honum ættu þó nokkrir háskólamennt- aðir starfsmenn stjórnarráðsins hvergi höfði sínu að halla um samningsrétt nema að vera áfram í Starfsmannafélagi stjórnarráðsins. Þriðji valkosturinn er sá, sem ofan á varð. Ástæðurnar töldu menn einkum vera þær, að kjaralega ættu háskólamenn innan stjórnarráðsins meira sameiginlegt innbyrðis, sök- um eðlislíkra starfa, heldur en almennt mönnum með sömu menntun annars staðar í ríkiskerfinu. Þá töldu menn, að sterkari aðstaða næðist til áhrifa á stefnu BHM í málum, sem félagsmennina snerti, ef stofnað yrði sérstakt félag, sem aðild fengi að BHM. Loks höfðu menn það í huga að með stofnun sér- taks félags fengi það sjálfstæða samningsaðild innan ramma aðalkjarasamn- inga, sem ekki yrði fyrir hendi, ef öðrum valkostum yrði tekið. Um fjórða val- kostinn er það að segja, að sú leið er að sjálfsögðu opin meðan félagið hefur ekki verið tekið í BHM. Við fyrstu sýn þótti mönnum þessi leið ekki fýsileg, þar eð þeir töldu eðlilegra að vera innan vébanda BHM, sem nú er samnings- aðili að lögum. Nú hafa mál hins vegar snúist svo, að allir ráðuneytisstjórar og nokkrir aðrir starfsmenn stjórnarráðsins, sem sérstaklega telja sig þurfa að koma nálægt samningsgjörð fyrir hönd ríkisins, hafa tilkynnt fjármálaráðherra, að þeir muni standa utan við þau heildarsamtök, sem viðurkennd eru sem samn- ingsaðilar samkvæmt fyrrnefndum lögum. Það má því segja að ýmsum með- limum Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins þyki þessi leið ekki lengur eins ófýsileg og hún var. Jón Ingimarsson 39

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.