Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 5
Ármann Jónsson hrl.: UPPLÝSINGASKYLDA ÞRIÐJA MANNS SKV. 36. GR. SKATTALAGANNA Erindi þetta var ekki samið með það fyrir augum að þirt yrði sem tímaritsgrein, heldur sem forspjall fyrir umræður á skattaréttar- námskeiði Lögfræðingafélags Islands. Ber erindið merki þessa. A. J. I spjalli því er hér fer á eftir, verður reynt að gefa yfirlit um þær reglur, sem gilda eða ætla má að gildi um upplýsingaskyldu þriðja manns gagnvart skattyfirvöldum. Þessi upplýsingaskylda þriðja manns varðar upplýsingar eða skýrslur, sem skattyfirvöld mega heimta um atriði, sem ekki þurfa að varða skattlagningu þess, sem upplýsingamar á að veita. Skylda skattþegns sjálfs til að veita skattyfirvöldum upp- lýsingar um tekjur sínar, efnahag og annað, er varðar framtal hans sjálfs, er því að mestu utan ramma þessa erindis. Reynt verður hins vegar að leysa úr þeirri spurningu, hverjir aðrir séu skyldir að veita upplýsingar og hverra upplýsinga megi krefjast. Einnig verður tekið til athugunar, hvort eða að hvaða marki upplýsingaskyldir aðilar kunni að vera skyldir til að veita skattyfirvöldum upplýsingar af sjálfsdáð- um, ellegar hvort til þurfa að koma áskorun eða beiðni frá skattyfir- völdum. 1 síðara tilfellinu verður að greina á milli þess, hvort og hvenær krefjast megi upplýsinga með almennri áskorun í auglýsingu, eða hvort áskorun eða beiðni verði einvörðungu beint að einum tiltekn- um upplýsingagjafa. Helztu lagaheimildir, sem nú gilda um þetta efni, eru 36. gr. laga nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt og 15. gr. laga nr. 10/1960 um söluskatt. Nefna mætti líka nokkur sérlög, en oft vísa slík lög til almennra skattalaga. Hér á eftir verður 36. gr. skattalaganna fyrst og fremst tekin til skoðunar, en 1. og 2. mgr. hennar hljóðar svo: „Allir framtalsskyldir aðilar, embættismenn og aðrir, er einhver störf hafa á hendi í almenningsþarfir, stjórnendur banka og spari- sjóða, hlutafélaga og annarra félaga og stofnana eru skyldir að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauð- 3

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.