Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 4
VIRÐING ALMENNINGS FYRIR LÖGUM OG RÉTTI Alþjóðasamtök lögfræðinga til eflingar friði í heiminum á grundvelli laga og réttar, „World Peace Through Law Center", héldu íburðarmikla ráðstefnu í Washington dagana 12.—17. október 1975. Það var einstaklega áhugavert að fylgjast með því, hvernig lögfræðingar, 4600 talsins, frá ólíkustu löndum og þjóðfélögum og með ólíkt starf innbyrðis, gátu unnið sameiginlega að einu og sama marki: Ályktunum til bættra áhrifa á alþjóðarétt og friðsamleg samskipti þjóða. Eftir slíka reynslu kemur ósjálfrátt upp í hugann hlutverk og samstarf lög- fræðinga innan hvers þjóðfélags, t. d. hér á íslandi, til þess að efla virðingu þegnanna fyrir lögum og rétti. Kemur þar ýmislegt til: í fyrsta lagi löggjöfin sjálf. Á aðalfundi Dómarafélags íslands hinn 13. nóv- ember s.l. heyrði undirritaður fjallað um þá hugmynd, að fastanefnd á vegum félagsins kæmi á framfæri brýnum lagabreytingum, sem dómarar komast að raun um í meðferð mála, að nauðsynlegar séu. Hið sama gæti stjórn Lög- mannafélags islands gert. Fáir þekkja betur í raun en ofangreindir aðilar, hvar skórinn kreppir vegna ónákvæmra eða torlesinna lagaákvæða. Slíkar leið- réttingar gætu opnað augu fólks fyrir árvekni lögfræðinga og umhyggju fyrir almennri, þjóðlegri velferð. í öðru lagi rekstur dómsmála. Þar þarf almenningur að finna öryggi og rétt- læti. Svonefndur „seinagangur dómsmála“ verkar neikvætt gagnvart almenn- ingi. Dómarar og lögmenn þurfa að taka höndum saman um að hrinda því slyðruorði, sem lagst hefur á lögfræðingastéttina af þessum sökum. Dómstólar gera of mikið af þvf að vísa málum frá af smáástæðum, eftir að málið hefur hlotið mikla og ítarlega meðferð. Hátíðleikinn fer vaxandi, en virðing almennings fyrir dómsmálakerfinu þverr að sama skapi. Ef dómara þykir mál ekki fyllilega upplýst, eða ofurlítið vanta á formið, gæti hann öllum að meinalausu vakið athygli hlutaðeigandi lögmanns eða lögmanna á því, meðan tími er til. Hafa verður í huga, að megintilgangur málssóknar er að fá úr deilu skorið, endanlega. Það vilja báðir málsaðilar, í raun og veru. Þeir vilja vita, hvar þeir standa, en ekki hitt, að hafa þrætuna yfir höfði sér svo að árum skiptir. Sú lenska var einu sinni uppi meðal lögmanna í varnarstöðu, að verða við tilmælum umbjóðenda sinna um að vinna að frestun á málsúr- slitum. Slíkar raddir eru þagnaðar. Öllum blöskrar nú, hve mál þeirra eru lengi á döfinni. Dómurum ber að flýta málum eftir föngum. Það er og í hæsta máta ámælisvert, eins og nú er komið, ef lögmaður biður um frest að ástæðu- lausu, og hið eina, sem getur afnumið slíkt, er að það verði talið almennt og sjálfsagt meðal lögmanna innbyrðis að neita slíkum beiðnum mótherjans, nema mjög gild rök hnígi til annars. 98

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.