Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 19
3. Uppsögn miðist við mánaðamót, ef lengd uppsagnarfrests býður upp á slíkt. 4. Uppsögn sé óskilorðsbundin og æskilegt, að orsakir uppsagnar séu greindar. 5. Uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir, nema lög eða kjarasamningar heimili glögglega annan uppsagnarfrest. 6. Fyrirvaralaus uppsögn leiðir til bótaskyldu og er bótaskyldan gagn- kvæm. 7. Til frádráttar bótakröfu launþegans vegna ólöglegrar uppsagnar komi vinnutekjur hans annars staðar frá á uppsagnarfrestinum. NOKKRAR NEFNDIR í október s.l. kom út ritið Stjórnir, nefndir og ráð ríkisins árið 1974. Hefur fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, gefið út slíkar skrár síðan 1971. I ritinu er getið margra nefnda, sem vinna að því að semja og endur- skoða lög og reglugerðir. Hér skal getið stjórnarskrárnefndarinnar og 5 nefnda, sem hafa víðtæk verkefni á þessu sviði. Stjórnarskrárnefnd var kosin á Alþingi 19. maí 1972. í nefndinni eru: Hanni- bal Valdimarsson (formaður), Emil Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson, Jóhannes Elíasson (f), Ragnar Arnalds og Sigurður Gizurarson. Gunnar G. Schram starfar á vegum nefndarinnar. Réttarfarsnefnd var skipuð 6. október 1972 til að endurskoða dómstóla- skipun á héraðsdómsstigi og gera tillögur um hraðari meðferð dómsmála. I nefndinni eru: Björn Sveinbjörnsson (formaður), Björn Fr. Björnsson, Sigur- geir Jónsson og Þór Vilhjálmsson. Ritari er Þorleifur Pálsson. Sifjalaganefnd var skipuð 1961 til að endurskoða hjúskaparlöggjöfina. í nefndinni eru Auður Auðuns, Ármann Snævarr og Baldur Möller. Hegningarlaganefnd var endurskipuð 25. júní 1971 til að endurskoða refsi- löggjöfina og gerð afbrotaskýrslna. Nefndarmenn eru: Ármann Snævarr (for- maður), Jónatan Þórmundsson og Þórður Björnsson. Ritari er Jón Thors. Umferðarlaganefnd var skipuð 1955 til að endurskoða lög um umferðarmál. Nefndarmenn eru skv. skránni um árið 1974: Sigurjón Sigurðsson (formaður), Benedikt Sigurjónsson, Ólafur W. Stefánsson, Sigurður Jóhannsson og Theó- dór B. Líndal (f). Nefnd um málefni kirkjunnar var skipuð 9. október 1973 til að endurskoða gildandi kirkjulög og tilskipanir. í nefndinni eru: Sigurbjörn Einarsson (for- maður), Ármann Snævarr og Baldur Möller. 113

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.