Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 32
mönnum tjóni, eða ef vörunni er að öðru leyti þannig háttað, að hún getur valdið tjóni á lífi eða heilsu manna, sbr. 8. gr. Sama er að segja um áhrif villandi upplýsinga á umbúðum eða í auglýsingu um vöruna, sbr. 7. gr., sem líkist hliðstaeðu ákvæði norsku laganna. í 9. gr. er ákvæði, sem beinist gegn fyrirvara í kaupsamningi um, að söluhlutur sé seldur „í núverandi ásigkomu- lagi“ eða þ. u. I., sbr. hliðstætt ákvæði norsku laganna. Skv. 10. gr. telst sölu- hlutur að jafnaði gallaður, ef hann reynist ekki til samræmis við ákvæði í ábyrgðarskirteini eða þ. u. I. í 14. gr. er ákvæði um rétt kauþanda til bóta frá framleiðanda vöru eða milliliðum, sem gefið hafa villandi upplýsingar um vöruna. Skv. 11. gr. verður kaupandi að bera fram kvörtun vegna galla á sölu- vöru innan hæfilegs tíma, frá því að hann varð gailans var, og eigi seinna en innan árs frá afhendingu vörunnar (í norsku lögunum er hins vegar miðað við tveggja ára frest). Nokkur sérákvæði um lánaviðskipti eru í 15.—17. gr. lag- anna. Engin Norðurlandaþjóðanna hefur enn hafist handa um heildarendurskoðun samningalaganna, en á síðari árum hafa sérfræðinganefndir haft með hönd- um endurskoðun á ógildingarákvæðum laganna og þá fyrst og fremst með tilliti til aukinnar neytendaverndar. Hefur þá einkum verið á döfinni lögleið- ing almennrar og víðtækrar ógildingarheimildar (,,generalklausul“), sem m. a. sé til þess fallin að vernda neytendur gegn ósanngjörnum eða óheppilegum ákvæðum í stöðluðum samningsskilmálum. Er þessi endurskoðunarstarfsemi iengst komin meðal Dana og Svía. Árið 1974 skilaði nefnd á vegum sænska dómsmálaráðuneytisins álitsgerð, þar sem lagt er til, að inn í samningalögin verði tekið ákvæði, sem heimili dómstólum að breyta samningsákvæðum eða ógilda þau með öliu, ef við- komandi ákvæði eða beiting þeirra teljist ótilhlýðileg vegna atvika, sem fyrir hendi voru, er samningur var gerður, eða síðar komu til. Mælir nefndin með því, að ákvæðið verði svohljóðandi: ,,Ár bestámmelse i avtal eller tillámpning dárav i visst fall med hánsyn till avtalets övriga inneháll, vad som förekommit vid avtalets tillkomst, senare intráffade förháll- anden samt omstándigheterna i övrigt att anse som otillbörlig, fár bestámmelsen jám- kas eller lámnas utan avseende. Vid prövningen skall sárskild hánsyn tagas till om part ár konsument eller intager annan liknande stállning gentemot andra parten. Har bestámmelse som avses i första stycket sádan betydelse för avtalsförhállandet, att det icke skáligen kan fordras att avtalet i övrigt skall gálla med oförándrat inne- háll, fár avtalet áven i annat hánseende jámkas eiler lámnas utan avseende. Första och andra styckena áger motsvarande tillámping i frága om andre rátts- handlingar án avtal." Frumvarp í þessa átt hefur enn eigi verið lagt fyrir sænska þingið, þótt svo verði vafalaust innan tíðar. í aprílmánuði 1974 var hins vegar lagt fyrir danska þingið frumvarp til breyt- inga á samningalögum, en það hefur enn eigi orðið að lögum. Er þar m. a. gert ráð fyrir, að f dönsku samningalögin verði tekið eftirfarandi ákvæði: „En aftale kan tilsidesættes helt eller delvis, hvis det vil være urimeligt eller i strid med redelig handlemáde at gpre den gældende. Det samme gælder andre retshand- ler. Ved afgprelsen efter stk. 1 tages hensyn til forholdene ved aftalens indgáelse, aftal- ens indhold og senere indtrufne omstændigheder." 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.