Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 35
son, Elías I. Elíasson, Erlendur Björnsson, Guðmundur Vignir Jósefsson, Hall- dór Sigurgeirsson, Hallvarður Einvarðsson, Jón Oddsson, Ólafur Jónsson, Unnsteinn Beck og Þorfinnur Egilsson. Bæjarfógeti á Akranesi. Jónas Thoroddsen fékk lausn frá embætti 16. maí 1973 frá þeim degi. Björgvin Bjarnason áður sýslumaður og bæjarfógeti á ísa- firði var skipaður í embættið 20. ágúst frá 1. október 1973. Aðrir umsækjendur voru: Andrés Valdimarsson, Björn Þ. Guðmundsson, Bogi Nilsson, Erlingur Bertelsson, Gísli Einarsson, Haraldur Henrysson, Hermann G. Jónsson, Krist- ján Torfason, Skúli J. Pálmason og Þorvarður K. Þorsteinsson. Yfirsakadómari í Reykjavík. Embættið varð laust, er Þórður Björnsson var skipaður saksóknari ríkisins (TL 1973 2. h. bls. 62). Halldór Þorbjörnsson var eini umsækjandinn, og var hann skipaður í embættið 3. ágúst 1973 frá 1. ágúst. Sakadómari viS sakadómaraembættiS í Reykjavík. Embættið varð laust, er Halldór Þorbjörnsson varð yfirsakadómari. Haraldur Henrysson, áður aðal- fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi, var skipaður í embættið 21. september 1973 frá 1. október. Aðrir umsækjendur voru: Birgir Þormar, Guðmundur L. Jóhannesson, Jón Erlendsson, Ólafur B. Árnason og.Þórir Oddsson. Bæjarfógeti á Isafirði og sýslumaður í isafjarðarsýslu. Eftir að Björgvin Bjarnason var skipaður bæjarfógeti á Akranesi, var ÞorvarSur K. Þorsteinsson skipaður í ofannefnt embætti 28. september 1973 frá 1. október. Þorvarður var áður deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Aðrir umsækjendur voru: Andrés Valdimarsson, Hermann G. Jónsson og Þosteinn Skúlason. Héraðsdómari við bæjarfógetaembættið í Keflavík og sýslumannsembættiS í Gullbringusýslu. Hinn 1. janúar 1974 tóku gildi lög nr. 43/1973 um breyting á mörkum Gullbringu- og Kjósarsýslu og skipan lögsagnarumdæma. Hinn 3. október 1973 var Jón Eysteinsson aðalfulltrúi við bæjarfógetaembættið í Keflavík skipaður héraðsdómari frá 1. janúar 1974 við bæjarfógetaembættið í Keflavík og sýslumannsembættið í Gullbringusýslu. Um embætti þetta sótti einnig Þorsteinn Skúlason. Frekari breytingar hafa síðar orðið, sbr. það, er segir hér á eftir um þetta embætti. Lögreglustjóri í Hafnarhreppi. Með lögum nr. 15/1973 var ákveðið að stofna þetta embætti. Hinn 13. nóvember 1973 var Friðjón Guðröðarson hdl. skipaður í það frá 1. janúar 1974. Aðrir umsækjendur voru Barði Þórhallsson, Gísli Einarsson, Ingi Ingimundarson og Þorkell Gíslason. Bæjarfógeti í Vestmannáeyjum. Freymóður Þorsteinsson fékk lausn frá embætti 6. nóvember 1973 frá 1. desember að telja. Hinn 13. desember var Kristján Torfason skipaður í embættið frá 15. desember. Hann var áður full- trúi bæjarfógetans í Hafnarfirði. Aðrir umsækjendur voru Gísli Einarsson, Jón Ingi Hauksson og Jón Óskarsson. Yfirborgardómari í Reykjavík. Hákon Guðmundsson fékk lausn frá embætti 21. nóvember 1973 frá 1. janúar 1974. Hann var sæmdur stórriddarakrossi fálkaorðunnar með stjörnu 1. janúar 1974. Hinn 31. desember 1973 var Björn Ingvarsson lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli skipaður yfirborgardómari frá 1. janúar 1974. Aðrir umsækjendur voru Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jóns- son og Magnús Thoroddsen. Sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum. Með lögum nr. 52/1973 var ákveðið að vera skyldi sérstakur dómari í ávana- og fíkniefnamálum. Jafnframt var ákveðið, að hann skyldi starfa í sérstökum dómstóli í Reykjavík, sem í lögum 129

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.