Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 9
hans að sækja, en harður við sjálfan sig, þótt hann gæti víst glaðst á góðum stundum. Það er mörgum vina hans kær minning að hafa dvalið með honum á slíkum stundum, lært af honum — glaðst með honum — og orðið betri menn af þeim kynnum. Þórður var víðlesinn og minnugur og hafði gaman af því að ræða um bók- menntir, ekki síst sögurnar, auk þess sem hann var hafsjór þekkingar um kveðskap og var reyndar sjálfur hagorður og báru kviðlingar hans glöggan vott um græskulausan húmor. Og nú er þessi góði drengur kvaddur. Hans er minnst með þakklátum hug og af virðingu. Þannig mun minning hans og annarra góðra sona þessa lands best heiðruð, að aðrir taki sér þá til fyrirmyndar og starfi í trú á réttvísi, minnugir þess, sem Þórður Eyjólfsson áleit takmark lífsins, að láta ætíð gott af sér leiða. Líf hans allt var besti vitnisburðurinn um að hann var trúr því lifsviðhorfi til hinstu stundar. Ásgeir Pétursson 103

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.