Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 28
mannafélögum. Þessi sundurgreining er ekki æskileg, þótt hún eigi
sínar forsendur í fortíðinni.
Á síðasta áratug var kappsamlega að því unnið af hálfu Alþýðu-
sambands Islands að endurskipuleggja samtökin. Þessari endurskipu-
lagningu lyktaði með stofnun landssambandanna. Forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar gerðu sér ljóst, að þessi nýja skipan var ekki full-
komin. En þeir treystu sér ekki til að knýja í gegn róttækari breyt-
ingar, er hefðu leitt til þess, að gömul og rótgróin verkalýðsfélög þyrfti
að leysa upp og önnur ný að koma í staðinn. Verkalýðshreyfingin er í
eðli sínu íhaldssöm gagnvart skipulagsbyltingu. En á það verður að
líta, að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar þekkja vel veilurnar í
skipulaginu og í ljósi þeirrar þekkingar tekst þeim iðulega sem betur
fer að haga kjarabaráttunni þannig, að veilurnar komi ekki að sök.
FRUMVÖRP UM UMFERÐARMÁL
Alþingi, 97. iöggjafarþing, kom saman 10. október s.l. Að venju hafa verið
lögð þar fram ýmis mál, sem sérstaklega varða lögfræðileg viðfangsefni. Skal
hér getið 3 frumvarpa um umferðarmál.
i stjórnarfrumvarpi er lagt til, að reglum um skráningu ökutækja verði breytt.
Bifreiðaeftirlitið á að annast skráningu fyrir landið allt og láta í té númer, sem
ekki breytast, meðan ökutækið er í notkun. Falla því niður hinar tíðu um-
skráningar og skoðanir í sambandi við þær. í frumvarpinu er einnig lagt til,
að hin lögboðna ábyrgðartrygging skv. 70. gr. umferðarl. nr. 40/1968 hækki,
t. d. úr 6 í 12 milljónir fyrir bifreiðar. Meðal annarra nýmæla í frumvarpinu eru
ákvæði um vélsleða og hámarkslengd bifreiða.
Sigurlaug Bjarnadóttir og Ellert B. Schram flytja frumvarp um að lögbjóða
notkun öryggisbelta í bílum og öryggishjálma við bifhjólaakstur. Þá vilja þau
lengja gildistíma bráðabirgðaökuskírteina úr 1 ári í 2 ár og lögbjóða skriflegt
próf við endurnýjun skírteina. Ennfremur leggja flutningsmenn til, að haldin
verði í Reykjavík skrá fyrir allt landið um umferðarbrot og að ítrekað brot
leiði til sviptingar ökuleyfis. Loks er í frumvarpinu gert ráð fyrir, að öll öku-
kennsla fari fram í löggiltum ökuskólum.
Friðjón Þórðarson og Jóhannes Árnason flytja frumvarp um breytingu á 80.
gr. umferðarlaga þess efnis, að þrot gegn lögunum skuli varða sektum allt
að 500.000 kr„ varðhaldi eða fangelsi allt að 1 ári. Lagt er til, að niður verði
felld ákvæði, sem skylda dómara til að dæma í varðhald vegna umferðar-
lagabrota.
122