Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Síða 25
IV. Landssamböndin Landssamböndin eru átta talsins, en þau eru: Landssamband ís- lenskra verslunarmanna, Landssamband vörubifreiðastjóra, Málm- og skipasmíðasamband Islands, Rafiðnaðarsamband Islands, Samband byggingamanna, Sjómannasamband Islands, Verkamannasamband ts- lands og Landssamband iðnverkafólks. Flest þessara landssambanda hafa verið stofnuð á s.l. 15 árum, eða eftir að skriður komst á skipu- lagsbreytingar þær innan ASl, sem lokið var að mestu við á þingi ASl árið 1968. Landssamböndin eru í eðli sínu starfsgreinasambönd. Þau eru ekki svæðisbundin, heldur tekur hvert landssamband til landsins alls, þ. e. allra verkalýðsfélaga í landinu í viðkomandi stai'fsgrein, sem eru innan ASl. Þess ber þó að geta, að sama verkalýðsfélagið getur átt aðild að tveim landssamböndum, einkum ef um er að ræða deildaskipt verkalýðs- og sjómannafélag. Þá er verkalýðsdeildin í Verkamanna- sambandi Islands, en sjómannadeildin í Sjómannasambandi Islands. Einnig verður að hafa í huga, að félögum í ASÍ er ekki skylt að vera í landssambandi. T. d. eru nokkur verkamannafélög á Vestfjörðum utan Verkamannasambands Islands. Innan landssambandanna hefur Lands- samband vörubifreiðastjóra nokkra sérstöðu, þar sem sambandið er í senn félagasamband og landsfélag. Meginhlutverk landssambandanna er: 1. að sameina alla starfandi launþega í viðkomandi starfsgrein og koma fram fyrir þeirra hönd. 2. að beita sér fyrir samræmingu kjarasamninga sambandsfélaga og samstilltum aðgerðum þeirra við samningsgerð um kaup og kjör. 3. að beita sér fyrir gagnkvæmum stuðningi sambandsfélaga hvert við annað í vinnudeilum og hvers konar deilum um kaup og kjör. 4. að vinna að bættum aðbúnaði og öryggi á vinnustöðum. 5. að vinna að fræðslustarfsemi og gagnaöflun til notkunar í kjara- baráttunni, veita sambandsfélögunum hverskonar fyrirgreiðslu og fjalla um málefni atvinnuleysistrygginga- og lífeyrissjóða. Landssamböndin gegna nú veigamiklu hlutverki innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þau hafa eflst á síðustu árum. Öll reka þau skrifstof- ur í Reykjavík. Landssamböndin halda þing annað hvoi't ár. Þar mæta fulltrúar fé- laganna, sem kjósa sambandsstjórn, er hefur æðsta vald i málefnum sambands milli þinga. 119

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.